Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Bjarki Sigurðsson skrifar 30. maí 2025 21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Garðabæjarlistann. Stöð 2 Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. Málið megi ekki vera feimnismál, því ætli þjóðin að fjölga sér verði að gera róttækar breytingar á ýmsum kerfum, en halda í rétt kvenna. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg. Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg.
Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira