Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. maí 2025 21:32 Valdis Bumburs, leigubílstjóri hjá Hreyfli og meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík. vísir/bjarni Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs
Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira