Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 08:25 Elsta barnið var tólf ára. AP Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42