Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Árni Sæberg skrifar 20. maí 2025 16:18 Snorri er ekki ánægður með að nefnd Jóns fái að lifa út kjörtímabilið. Hvað þá að Jón fái greitt álag vegna þessa. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður. Í frumvarpinu segir að að framtíðarnefnd sé mjög ólík öðrum þingnefndum, sem að meginstefnu til fjalli um mál sem til þeirra er vísað og hafa afmarkað málefnasvið. Framtíðarnefndin hafi opnara hlutverk og ekki sé vísað til hennar málum heldur sé það nefndarinnar sjálfrar að hafa frumkvæði að þeim málum sem hún tekur til umfjöllunar og vinnslu. Rýmri tíma þurfi til að meta framhaldið Nokkurn tíma geti tekið að kynna sér framtíðarfræði, sviðsmyndagerð og ákveða áherslur nefndarinnar. Knappur tími sé til áramóta og enginn þeirra nefndarmanna sem sitja nú í nefndinni hafi setið í henni á síðasta kjörtímabili. Erfitt sé því að miða við reynslu af starfi nefndarinnar á þeim tíma, sérstaklega í ljósi þess að sú nefnd hafi ekki náð að ljúka sínum verkefnum þar sem kjörtímabilið varð styttra en gert var ráð fyrir. Því sé lagt til að framlengja starfstíma nefndarinnar að nýju út yfirstandandi kjörtímabil og veita með því betra svigrúm til að leggja mat á reynsluna og framhald á starfi nefndarinnar. Nefndinni var komið á fót árið 2021 og var í upphafi ætlað að starfa út kjörtímabilið sem hófst það ár. Í fyrra var starfstími framtíðarnefndar framlengdur út árið 2025 til að veita svigrúm til að leggja mat á framhald á starfi nefndarinnar. Forveri framtíðarnefndar var starfræktur á vegum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í nokkur ár fyrir stofnun núverandi nefndar. Þriðjungi minna álag en aðrir formenn Þá segir að formenn fastanefnda fái samkvæmt þingfararkaupslögum greitt 15 prósenta álag á störf sín. Nefndirnar fundi að jafnaði tvisvar sinnum í viku en oftar þegar eru nefndadagar. Formaður fastanefndar skipuleggi störf nefndarinnar, geri starfsáætlanir, drög að dagskrám, forgangsraði málum til vinnslu og stýri fundum og umræðum í nefnd. Starfi formanns fylgi því rík ábyrgð og aukið álag, sem greitt sé fyrir. Formaður framtíðarnefndar, sem er Jón Gnarr, hafi sambærilegar skyldur á herðum og formenn fastanefnda þó að nefndin fundi sjaldnar. Þá reyni á formann framtíðarnefndar með öðrum hætti þar sem nefndin fái ekki vísað málum til sín úr þingsal heldur þurfi að ákveða sjálf hvað hún tekur til umfjöllunar og skoðunar. Formaður hafi því ríka ábyrgð hvað þetta varðar og þessu fylgi annars konar álag til að tryggja að nefndarstörf gangi vel og nefndin skili af sér afurð í formi úttekta, skýrslna, sviðsmynda, málstofa eða annars sem hentar viðkomandi verkefni hverju sinni. Því sé lagt til að formaður framtíðarnefndar fái 10 prósenta álag á laun sín til að mæta þessu. Sex milljónir króna á ári í nefndina Loks segir í frumvarpinu að vegna sérstöðu framtíðarnefndar hafi nokkur kostnaður fylgt starfi hennar. Þar megi nefna ferðakostnað vegna þátttöku á heimsþingi framtíðarnefnda og sérfræðiaðstoðar vegna sviðsmyndagerðar, vinnustofa og málstofa. Árlegur kostnaður hafi verið um fjórar milljónir króna og það fjármagn hafi ekki fylgt við færslu nefndarinnar frá forsætisráðuneyti en hafi hingað til verið tekið af fjárheimildum Alþingis. Vegna aðhaldskrafna síðustu ára fari svigrúm til þess minnkandi. Mikilvægt sé að gert verði ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárlagafrumvarpa næstu ára. Kostnaður vegna 10 prósenta álagsgreiðslu til formanns sé nú 152.584 krónur á mánuði. Þingfararkaup breytist 1. júlí ár hvert í samræmi við þingfararkaupslög, sem kveði á um breytingu í samræmi við útreikning Hagstofu Íslands á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Líklegt sé að hækkun verði, miðað við þá kjarasamninga sem félög opinberra starfsmanna hafa gert á síðasta ári. Gera megi því ráð fyrir að álagsgreiðsla geti orðið um eða yfir tvær milljónir króna á ári en þá um ein milljón á yfirstandandi ári. Álagsgreiðsla fyrir yfirstandandi ár rúmist innan fjárheimilda þingsins en ekki á næstu árum að óbreyttu. Tryggja urfi því fjármögnun þessara greiðslna í fjárlagafrumvörpum út kjörtímabilið. Miðflokksmenn ekki ánægðir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gerði frumvarpið að umræðuefni sínu í ræðu undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag. „Frú forseti. Merkilegu frumvarpinu var dreift til þingmanna hérna í upphafi fundar. Nú virðist ríkisstjórnin hafa gert hlé á yfirlýstum hagræðingaraðgerðum og ákveðið að fara í hina áttina, nefnilega með því að bæta í launuð nefndarstörf alþingismanna með því að festa svonefnda framtíðarnefnd í sessi út þetta kjörtímabil í stað þess að leyfa henni að renna sitt skeið á enda, eins og stóð til að óbreyttu. Um leið á að veita formanni nefndarinnar sérstaka tíu prósenta launaviðbót, sem hefur ekki verið, en kemur nú í hlut háttvirts formanns nefndarinnar, Jóns Gnarr,“ sagði hann. Katrín hafi stofnað nefndina fyrir Pírata Því næst reifaði Snorri fortíð framtíðarnefndar, eins og honum skildist að hún væri af frásögn honum fróðari manna í sögu þingsins. „Að það hafi verið Katrín Jakobsdóttir, hæstvirtur þáverandi forsætisráðherra, sem kemur henni á laggirnar við mikla ánægju Pírataflokksins, sem átti fyrsta formanninn. Ef grunur vaknar við þá frásögn að inntak nefndarstarfanna verði helst til mikið í anda Gretu Thunberg, sem þá var andlegur leiðtogi okkar Íslendinga, þá held ég að sá grunur hafi ekki endilega reynst rangur. Það hefur margt verið brallað í sjö ára sögu nefndarinnar, ófáar málstofurnar með hagaðilum um lýðræði, mannréttindi, loftslagsmálin, þessi góðu mál.“ Telur alla sammála um gagnsleysi nefndarinnar Snorri sagðist halda að allir væru sammála á þessu stigi máls að gagn nefndarinnar hafi hingað til verið takmarkað, ef nokkurt. Þau í Miðflokknum hafi í upphafi kjörtímabils farið með mjög opnum hug og af þeirra „alkunnu víðsýni“ inn í störf nefndarinnar. „Eftir töluverð samtöl, yfirlegu og ágæta samvinnu, þá höfum við því miður komist að þeirri niðurstöðu, á þessu stigi máls, að best færi á því að leggja þessa nefnd niður. Það er ekki út af því að framtíðarnefnd snýst um framtíðina og við í Miðflokknum elskum fortíðina. Þótt við gerum það, við lögðum meira að segja til að nafninu yrði breytt í fortíðarnefnd, við dræmar undirtektir. En við erum ekki fúl yfir því. Við erum á móti framtíðarnefnd einmitt vegna þess að við teljum ekki vera mikla framtíð í þessari nefnd. Þetta hefur ekki borið ávöxt, mér hefur ekki fundist samtölin hingað til benda til þess að það gæti breyst. Þess vegna segjum við, kröftum okkar alþingismanna, og enn fremur fjármunum skattgreiðenda, er betur varið í eitthvað annað miklu gagnlegra en framtíðarnefnd.“ Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í frumvarpinu segir að að framtíðarnefnd sé mjög ólík öðrum þingnefndum, sem að meginstefnu til fjalli um mál sem til þeirra er vísað og hafa afmarkað málefnasvið. Framtíðarnefndin hafi opnara hlutverk og ekki sé vísað til hennar málum heldur sé það nefndarinnar sjálfrar að hafa frumkvæði að þeim málum sem hún tekur til umfjöllunar og vinnslu. Rýmri tíma þurfi til að meta framhaldið Nokkurn tíma geti tekið að kynna sér framtíðarfræði, sviðsmyndagerð og ákveða áherslur nefndarinnar. Knappur tími sé til áramóta og enginn þeirra nefndarmanna sem sitja nú í nefndinni hafi setið í henni á síðasta kjörtímabili. Erfitt sé því að miða við reynslu af starfi nefndarinnar á þeim tíma, sérstaklega í ljósi þess að sú nefnd hafi ekki náð að ljúka sínum verkefnum þar sem kjörtímabilið varð styttra en gert var ráð fyrir. Því sé lagt til að framlengja starfstíma nefndarinnar að nýju út yfirstandandi kjörtímabil og veita með því betra svigrúm til að leggja mat á reynsluna og framhald á starfi nefndarinnar. Nefndinni var komið á fót árið 2021 og var í upphafi ætlað að starfa út kjörtímabilið sem hófst það ár. Í fyrra var starfstími framtíðarnefndar framlengdur út árið 2025 til að veita svigrúm til að leggja mat á framhald á starfi nefndarinnar. Forveri framtíðarnefndar var starfræktur á vegum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í nokkur ár fyrir stofnun núverandi nefndar. Þriðjungi minna álag en aðrir formenn Þá segir að formenn fastanefnda fái samkvæmt þingfararkaupslögum greitt 15 prósenta álag á störf sín. Nefndirnar fundi að jafnaði tvisvar sinnum í viku en oftar þegar eru nefndadagar. Formaður fastanefndar skipuleggi störf nefndarinnar, geri starfsáætlanir, drög að dagskrám, forgangsraði málum til vinnslu og stýri fundum og umræðum í nefnd. Starfi formanns fylgi því rík ábyrgð og aukið álag, sem greitt sé fyrir. Formaður framtíðarnefndar, sem er Jón Gnarr, hafi sambærilegar skyldur á herðum og formenn fastanefnda þó að nefndin fundi sjaldnar. Þá reyni á formann framtíðarnefndar með öðrum hætti þar sem nefndin fái ekki vísað málum til sín úr þingsal heldur þurfi að ákveða sjálf hvað hún tekur til umfjöllunar og skoðunar. Formaður hafi því ríka ábyrgð hvað þetta varðar og þessu fylgi annars konar álag til að tryggja að nefndarstörf gangi vel og nefndin skili af sér afurð í formi úttekta, skýrslna, sviðsmynda, málstofa eða annars sem hentar viðkomandi verkefni hverju sinni. Því sé lagt til að formaður framtíðarnefndar fái 10 prósenta álag á laun sín til að mæta þessu. Sex milljónir króna á ári í nefndina Loks segir í frumvarpinu að vegna sérstöðu framtíðarnefndar hafi nokkur kostnaður fylgt starfi hennar. Þar megi nefna ferðakostnað vegna þátttöku á heimsþingi framtíðarnefnda og sérfræðiaðstoðar vegna sviðsmyndagerðar, vinnustofa og málstofa. Árlegur kostnaður hafi verið um fjórar milljónir króna og það fjármagn hafi ekki fylgt við færslu nefndarinnar frá forsætisráðuneyti en hafi hingað til verið tekið af fjárheimildum Alþingis. Vegna aðhaldskrafna síðustu ára fari svigrúm til þess minnkandi. Mikilvægt sé að gert verði ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárlagafrumvarpa næstu ára. Kostnaður vegna 10 prósenta álagsgreiðslu til formanns sé nú 152.584 krónur á mánuði. Þingfararkaup breytist 1. júlí ár hvert í samræmi við þingfararkaupslög, sem kveði á um breytingu í samræmi við útreikning Hagstofu Íslands á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Líklegt sé að hækkun verði, miðað við þá kjarasamninga sem félög opinberra starfsmanna hafa gert á síðasta ári. Gera megi því ráð fyrir að álagsgreiðsla geti orðið um eða yfir tvær milljónir króna á ári en þá um ein milljón á yfirstandandi ári. Álagsgreiðsla fyrir yfirstandandi ár rúmist innan fjárheimilda þingsins en ekki á næstu árum að óbreyttu. Tryggja urfi því fjármögnun þessara greiðslna í fjárlagafrumvörpum út kjörtímabilið. Miðflokksmenn ekki ánægðir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gerði frumvarpið að umræðuefni sínu í ræðu undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag. „Frú forseti. Merkilegu frumvarpinu var dreift til þingmanna hérna í upphafi fundar. Nú virðist ríkisstjórnin hafa gert hlé á yfirlýstum hagræðingaraðgerðum og ákveðið að fara í hina áttina, nefnilega með því að bæta í launuð nefndarstörf alþingismanna með því að festa svonefnda framtíðarnefnd í sessi út þetta kjörtímabil í stað þess að leyfa henni að renna sitt skeið á enda, eins og stóð til að óbreyttu. Um leið á að veita formanni nefndarinnar sérstaka tíu prósenta launaviðbót, sem hefur ekki verið, en kemur nú í hlut háttvirts formanns nefndarinnar, Jóns Gnarr,“ sagði hann. Katrín hafi stofnað nefndina fyrir Pírata Því næst reifaði Snorri fortíð framtíðarnefndar, eins og honum skildist að hún væri af frásögn honum fróðari manna í sögu þingsins. „Að það hafi verið Katrín Jakobsdóttir, hæstvirtur þáverandi forsætisráðherra, sem kemur henni á laggirnar við mikla ánægju Pírataflokksins, sem átti fyrsta formanninn. Ef grunur vaknar við þá frásögn að inntak nefndarstarfanna verði helst til mikið í anda Gretu Thunberg, sem þá var andlegur leiðtogi okkar Íslendinga, þá held ég að sá grunur hafi ekki endilega reynst rangur. Það hefur margt verið brallað í sjö ára sögu nefndarinnar, ófáar málstofurnar með hagaðilum um lýðræði, mannréttindi, loftslagsmálin, þessi góðu mál.“ Telur alla sammála um gagnsleysi nefndarinnar Snorri sagðist halda að allir væru sammála á þessu stigi máls að gagn nefndarinnar hafi hingað til verið takmarkað, ef nokkurt. Þau í Miðflokknum hafi í upphafi kjörtímabils farið með mjög opnum hug og af þeirra „alkunnu víðsýni“ inn í störf nefndarinnar. „Eftir töluverð samtöl, yfirlegu og ágæta samvinnu, þá höfum við því miður komist að þeirri niðurstöðu, á þessu stigi máls, að best færi á því að leggja þessa nefnd niður. Það er ekki út af því að framtíðarnefnd snýst um framtíðina og við í Miðflokknum elskum fortíðina. Þótt við gerum það, við lögðum meira að segja til að nafninu yrði breytt í fortíðarnefnd, við dræmar undirtektir. En við erum ekki fúl yfir því. Við erum á móti framtíðarnefnd einmitt vegna þess að við teljum ekki vera mikla framtíð í þessari nefnd. Þetta hefur ekki borið ávöxt, mér hefur ekki fundist samtölin hingað til benda til þess að það gæti breyst. Þess vegna segjum við, kröftum okkar alþingismanna, og enn fremur fjármunum skattgreiðenda, er betur varið í eitthvað annað miklu gagnlegra en framtíðarnefnd.“
Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira