„Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 12:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fundaði með bandalagsþjóðum Úkraínu í gær, og ítrekaði stuðning Íslands við 30 daga skilyrðislaust vopnahlé. Vísir/Anton Brink Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna, en Úkraína og bandalagsþjóðir hennar hafa gert kröfu um skilyrðislaust vopnahlé fyrst. Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira