Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2025 19:01 Jonas Gahr Støre við kynningu á þjóðaröryggisstefnunni í Osló í dag. EPA-EFE/Lise Åserud Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“ Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“
Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira