Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 08:14 Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. EPA/JIM LO SCALZO Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49