Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 08:14 Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. EPA/JIM LO SCALZO Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49