Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 15:59 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30