Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2025 15:15 Recep Erdogan, forseti Tyrklands, er móðgunargjarn maður. Undir stjórn hans var sænskur blaðamaður hnepptur í fangelsi og ákærður. Getty/Anadolu Agency Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök. Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð. Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð.
Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira