Fótbolti

Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Ingi skoraði annað mark Sandefjord í dag.
Stefán Ingi skoraði annað mark Sandefjord í dag. Facebooksíða Sandefjord

Íslendingar voru í eldlínunni í fimm liðum í norsku úrvalseildinni í knattspyrnu í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen og Stefán Ingi Sigurðarson skoruðu í Íslendingaslögum umferðarinnar.

Sveinn Aron skoraði annað mark Sarpsborg 08 í naumu 2-3 tapi gegn Loga Tómassyni og félögum hans í Stromsgodset eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Logi var í byrjunarliði gestanna, en var tekinn af velli eftir tæplega 70 mínútna leik. 

Þá skoraði Stefán Ingi Sigurðarson seinna mark Sandefjord er liðið vann sterkan 2-0 sigur gegn Brynjari Inga Bjarnasyni, Viðari Ara Jónssyni og félögum í HamKam, en þetta var þriðja tap HamKam í röð.

Að lokum var Eggert Aron Guðmundsson á sínum stað í byrjunarliði Brann er liðið vann 3-2 sigur gegn Bryne. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann og trónir liðið á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×