Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2025 09:30 Jude Bellingham var kokhraustur fyrir seinni leik Real Madrid og Arsenal þrátt fyrir slæma stöðu. Getty/Alberto Gardin Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira