Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 12:03 Guðmundur Kristjánsson formaður SFS og forstjóri Brims. Vísir/Einar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira