Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 12. apríl 2025 11:03 Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun