Óttast að mörg hundruð séu látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2025 10:44 Mun fleiri myndir hafa borist inn á fréttaveiturnar frá Bankok en frá Mjanmar en hér má sjá sjúklinga spítala í Bangkok bíða úti á götu. AP/Sakchai Lalit Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira