Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 13:44 Bakterían sem veldur berklum séð í gegnum öreindasmásjá. AP/Janice Carr/Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu. Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira