Börn hafi reynt að drepa önnur börn Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2025 16:55 Hermann Arnar Austmar er foreldri í Breiðholti. Hann ræddi um ofbeldisöldu hjá börnum og ungmennum í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Anton Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, stjórnaði umræðu um þessa þetta ófremdarástand í Breiðholti sem einkennist af ofbeldi barna og ungmenna. „Þetta er hörmungarsaga í raun og veru. Það kemur mér ekkert á óvart hvert þetta er komið núna. Menntun, ofbeldi og hegðun hefur verið vandamál síðan þau voru í öðrum bekk. Inni á milli hafa verið mjög alvarleg mál, mjög alvarleg atvik þar sem hreinlega mætti segja að það hafi verið reynt að drepa einhvern,“ sagði Hermann. „Það hafa verið atvik þar sem planið var hjá nemendum í skólanum að drepa önnur börn. Mér þykir mjög leiðinlegt að tala svona. En það virðist vera mjög erfitt að fá hreyfingu á þessa hluti.“ Hann sagði að fátt hafa verið um svör frá Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Sjálfum finnist honum mikilvægt að hlustað sé á kennarana sem vinna náið með þessum börnum. Ekki séns að barnið fari eitt út „Við sjáum það bara að þetta eru tólf ára börn. Það er ekki að sjá, þegar þau eru handtekin hérna síendurtekið, að það sé í raun og veru orðin breyting í lífi þessara barna. Þessi börn eru í gríðarlegum vanda, og það er ekki verið að leysa þann vanda. Ég sé það ekki, ég sé það ekki í þessu hverfi,“ sagði Hermann sem tók fram að hann hefði frá árinu 2020 reynt að láta Barnavernd vita af ástandinu. Það hafi verið augljóst hvað væri að gerast. „Ég held að við sem samfélag þurfum að ákveða hvað á að gera við börn undir fjórtán ára sem eru að beita alvarlegu ofbeldi. Ég held að það vanti algjörlega hugmyndir um hvað á að gera. Við viljum ná þessum börnum til baka. Það bara verður að gerast.“ Hvernig líður þér, eins og þegar þú veist af börnunum þínum úti að leika sér, ertu rólegur? „Nei, ekki séns. Það er ekkert svoleiðis. Ég á barn sem er tíu ára, og ég sendi hana ekkert út. Ekki núna. Ég sendi hitt barnið mitt út þegar hún er í hóp,“ segir Hermann og tekur fram að honum finnist ofbeldi barnanna vera orðið gríðarlega skipulagt. Engin viðbrögð við kyrkingartaki Hermann greindi frá atviki þar sem barn hafi verið tekið kyrkingartaki og misst meðvitund. Þetta barn, hefur að sögn Hermanns, ekki fengið neina aðstoð. „Vandamálið er kannski nálgun skólans og skóla- og frístundasviðs. Það sem er búið að gera fyrir þessi börn í Reykjavík, þegar þau verða fyrir ofbeldi, er í grunninn ekki neitt. Það var barn í Breiðholtsskóla í fimmta bekk sem var tekið kyrkingartaki í nóvember þangað til það missti meðvitund. Þetta barn er ekki búið að fá neina aðstoð. Þetta var ekkert utan skóla. Þetta var í skólanum. Viðbrögðin eru engin í raun og veru,“ sagði Hermann. „Ég efast um að barnið sem beitti þessu ofbeldi hafi fengið einhverja aðstoð, og ég veit að barnið hefur ekki fengið neina aðstoð hingað til.“ Skóla- og menntamál Pallborðið Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, stjórnaði umræðu um þessa þetta ófremdarástand í Breiðholti sem einkennist af ofbeldi barna og ungmenna. „Þetta er hörmungarsaga í raun og veru. Það kemur mér ekkert á óvart hvert þetta er komið núna. Menntun, ofbeldi og hegðun hefur verið vandamál síðan þau voru í öðrum bekk. Inni á milli hafa verið mjög alvarleg mál, mjög alvarleg atvik þar sem hreinlega mætti segja að það hafi verið reynt að drepa einhvern,“ sagði Hermann. „Það hafa verið atvik þar sem planið var hjá nemendum í skólanum að drepa önnur börn. Mér þykir mjög leiðinlegt að tala svona. En það virðist vera mjög erfitt að fá hreyfingu á þessa hluti.“ Hann sagði að fátt hafa verið um svör frá Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Sjálfum finnist honum mikilvægt að hlustað sé á kennarana sem vinna náið með þessum börnum. Ekki séns að barnið fari eitt út „Við sjáum það bara að þetta eru tólf ára börn. Það er ekki að sjá, þegar þau eru handtekin hérna síendurtekið, að það sé í raun og veru orðin breyting í lífi þessara barna. Þessi börn eru í gríðarlegum vanda, og það er ekki verið að leysa þann vanda. Ég sé það ekki, ég sé það ekki í þessu hverfi,“ sagði Hermann sem tók fram að hann hefði frá árinu 2020 reynt að láta Barnavernd vita af ástandinu. Það hafi verið augljóst hvað væri að gerast. „Ég held að við sem samfélag þurfum að ákveða hvað á að gera við börn undir fjórtán ára sem eru að beita alvarlegu ofbeldi. Ég held að það vanti algjörlega hugmyndir um hvað á að gera. Við viljum ná þessum börnum til baka. Það bara verður að gerast.“ Hvernig líður þér, eins og þegar þú veist af börnunum þínum úti að leika sér, ertu rólegur? „Nei, ekki séns. Það er ekkert svoleiðis. Ég á barn sem er tíu ára, og ég sendi hana ekkert út. Ekki núna. Ég sendi hitt barnið mitt út þegar hún er í hóp,“ segir Hermann og tekur fram að honum finnist ofbeldi barnanna vera orðið gríðarlega skipulagt. Engin viðbrögð við kyrkingartaki Hermann greindi frá atviki þar sem barn hafi verið tekið kyrkingartaki og misst meðvitund. Þetta barn, hefur að sögn Hermanns, ekki fengið neina aðstoð. „Vandamálið er kannski nálgun skólans og skóla- og frístundasviðs. Það sem er búið að gera fyrir þessi börn í Reykjavík, þegar þau verða fyrir ofbeldi, er í grunninn ekki neitt. Það var barn í Breiðholtsskóla í fimmta bekk sem var tekið kyrkingartaki í nóvember þangað til það missti meðvitund. Þetta barn er ekki búið að fá neina aðstoð. Þetta var ekkert utan skóla. Þetta var í skólanum. Viðbrögðin eru engin í raun og veru,“ sagði Hermann. „Ég efast um að barnið sem beitti þessu ofbeldi hafi fengið einhverja aðstoð, og ég veit að barnið hefur ekki fengið neina aðstoð hingað til.“
Skóla- og menntamál Pallborðið Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28