Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 17:24 „Matryoshka“ dúkkur af Trump og Pútín til sölu í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé. Pútín segir einnig að Úkraínumenn megi ekki nota tímabilið til að fjölga hermönnum og styrkja varnir sínar. Í rússneskum miðlum þar sem vitnað er í Kreml segir einnig að Rússar og Úkraínumenn muni skiptast á 175 stríðsföngum á morgun. og að mynda eigi sendinefndir til að ræða málið frekar og eiga þær viðræður að fara fram í Mið-Austurlöndum. Talskona Trumps segir að Pútín hafi samþykkt að stöðva árásir á orkuinnviði Úkraínu. Það felur einnig í sér að Úkraínumenn hætti árásum sínum á olíuframleiðsluinnviði Rússlands en þeir eiga eftir að samþykkja það. Einnig standi til að semja um sérstakt vopnahlé á Svartahafi. Readout of President Donald J. Trump's Call with President Vladimir Putin:Today, President Trump and President Putin spoke about the need for peace and a ceasefire in the Ukraine war. Both leaders agreed this conflict needs to end with a lasting peace. They also stressed the…— Karoline Leavitt (@PressSec) March 18, 2025 Forsetarnir töluðu saman í að minnsta kosti einn og hálfan tíma, ef marka má fyrstu fregnir af símtalinu. Átti það að snúast um tillögu Trumps að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. CNN hefur eftir heimildarmanni í Moskvu að símtalið hafi farið „mjög vel“. Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, er einn fárra sem hefur tjáð sig um samtalið. Hann segir að undir forystu Pútíns og Trumps hafi heimurinn orðið mun öruggari í dag. Under the leadership of President Putin and President Trump, the world has become a much safer place today! 🇷🇺🇺🇸🌍 Historic! Epic! #Russia #US #USRussia— Kirill A. Dmitriev (@kadmitriev) March 18, 2025 Upprunalega var talað um að símtalið ætti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma. Þá var Pútín staddur á ráðstefnu í Moskvu og þegar hann var spurður hvort hann yrði ekki of seinn í símann, grínaðist hann með að fólk ætti ekki að hlusta á talsmann hans. Putin is meant to be speaking to Trump around now, but he is talking to a room full of oligarchs instead. Asked if he's going to be late, Putin waves off the question and says not to listen to his spokesman pic.twitter.com/LDTU8BNQAr— max seddon (@maxseddon) March 18, 2025 Undanfarna daga hafði Trump meðal annars talað um að hann og Pútín myndu ræða skiptingu eigna í Úkraínu og nefndi bæði land og orkuver. Sjá einnig: Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Stutt er síðan bandarískir erindrekar ferðuðust til Rússlands og ræddu þar við Pútín og aðra ráðamenn um tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna. Pútín sagðist opinn fyrir vopnahlé en hafnaði þó tillögunni. Lagði hann fram auka skilyrði sem ólíklegt er að Úkraínumenn og ráðamenn í Evrópu væru tilbúnir til að samþykkja. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Fyrir símtalið höfðu borist fregnir af því að Pútín myndi krefjast þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt á meðan vopnahléið stæði yfir. Pútín hefur áður talað um að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi þá ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Frá því Trump tók við völdum og jafnvel fyrr, hafa hann, ráðherrar hans og erindrekar verið gagnrýndir í Evrópu og víðar vegna afstöðu þeirra til stríðsins. Sú gagnrýni snýr meðal annars að því að þeir hafa beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi og lítið gengið á Rússa auk þess sem þeir hafa ítrekað talað máli Rússa og Pútíns og dreift áróðri sem á rætur í Kreml. Ákvarðanir hafa verið teknar í höfuðborgum Evrópu um umfangsmikil fjárútlát til varnarmála, samhliða endurbótum á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni. Þetta og það að Trump stöðvaði tímabundið aðstoð handa Úkraínumönnum hefur leitt til þess að ráðamenn í Evrópu stefna að umfangsmikilli hernðaruppbyggingu á komandi árum. Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Pútín segir einnig að Úkraínumenn megi ekki nota tímabilið til að fjölga hermönnum og styrkja varnir sínar. Í rússneskum miðlum þar sem vitnað er í Kreml segir einnig að Rússar og Úkraínumenn muni skiptast á 175 stríðsföngum á morgun. og að mynda eigi sendinefndir til að ræða málið frekar og eiga þær viðræður að fara fram í Mið-Austurlöndum. Talskona Trumps segir að Pútín hafi samþykkt að stöðva árásir á orkuinnviði Úkraínu. Það felur einnig í sér að Úkraínumenn hætti árásum sínum á olíuframleiðsluinnviði Rússlands en þeir eiga eftir að samþykkja það. Einnig standi til að semja um sérstakt vopnahlé á Svartahafi. Readout of President Donald J. Trump's Call with President Vladimir Putin:Today, President Trump and President Putin spoke about the need for peace and a ceasefire in the Ukraine war. Both leaders agreed this conflict needs to end with a lasting peace. They also stressed the…— Karoline Leavitt (@PressSec) March 18, 2025 Forsetarnir töluðu saman í að minnsta kosti einn og hálfan tíma, ef marka má fyrstu fregnir af símtalinu. Átti það að snúast um tillögu Trumps að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. CNN hefur eftir heimildarmanni í Moskvu að símtalið hafi farið „mjög vel“. Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, er einn fárra sem hefur tjáð sig um samtalið. Hann segir að undir forystu Pútíns og Trumps hafi heimurinn orðið mun öruggari í dag. Under the leadership of President Putin and President Trump, the world has become a much safer place today! 🇷🇺🇺🇸🌍 Historic! Epic! #Russia #US #USRussia— Kirill A. Dmitriev (@kadmitriev) March 18, 2025 Upprunalega var talað um að símtalið ætti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma. Þá var Pútín staddur á ráðstefnu í Moskvu og þegar hann var spurður hvort hann yrði ekki of seinn í símann, grínaðist hann með að fólk ætti ekki að hlusta á talsmann hans. Putin is meant to be speaking to Trump around now, but he is talking to a room full of oligarchs instead. Asked if he's going to be late, Putin waves off the question and says not to listen to his spokesman pic.twitter.com/LDTU8BNQAr— max seddon (@maxseddon) March 18, 2025 Undanfarna daga hafði Trump meðal annars talað um að hann og Pútín myndu ræða skiptingu eigna í Úkraínu og nefndi bæði land og orkuver. Sjá einnig: Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Stutt er síðan bandarískir erindrekar ferðuðust til Rússlands og ræddu þar við Pútín og aðra ráðamenn um tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna. Pútín sagðist opinn fyrir vopnahlé en hafnaði þó tillögunni. Lagði hann fram auka skilyrði sem ólíklegt er að Úkraínumenn og ráðamenn í Evrópu væru tilbúnir til að samþykkja. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Fyrir símtalið höfðu borist fregnir af því að Pútín myndi krefjast þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt á meðan vopnahléið stæði yfir. Pútín hefur áður talað um að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi þá ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Frá því Trump tók við völdum og jafnvel fyrr, hafa hann, ráðherrar hans og erindrekar verið gagnrýndir í Evrópu og víðar vegna afstöðu þeirra til stríðsins. Sú gagnrýni snýr meðal annars að því að þeir hafa beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi og lítið gengið á Rússa auk þess sem þeir hafa ítrekað talað máli Rússa og Pútíns og dreift áróðri sem á rætur í Kreml. Ákvarðanir hafa verið teknar í höfuðborgum Evrópu um umfangsmikil fjárútlát til varnarmála, samhliða endurbótum á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni. Þetta og það að Trump stöðvaði tímabundið aðstoð handa Úkraínumönnum hefur leitt til þess að ráðamenn í Evrópu stefna að umfangsmikilli hernðaruppbyggingu á komandi árum.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira