Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2025 10:00 Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vatn Vatnsvernd í Heiðmörk Heiðmörk Vatnsból Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun