Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar 14. mars 2025 14:02 Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun