Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar 12. mars 2025 22:02 Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar