Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar 12. mars 2025 22:02 Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun