Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 14:26 730 tré voru felld í Öskjuhlíðinni í fyrsta áfanga. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31