Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 15:33 Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins en verður líka orðin stjórnarmaður hjá UEFA eftir komandi ársþing. Getty/Maja Hitij Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, er komin inn í framkvæmdastjórn UEFA og það þýðir væna peningagreiðslu inn á bankareikninginn. Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi. UEFA Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi.
UEFA Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira