Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:22 Merz vill mynda nýja ríkisstjórn fyrir páska. Getty/Johannes Simon Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska. Merz sagðist vonast til að komast að samkomulagi við Sósíaldemókrata „á næstunni“; miklar sviptingar væru að eiga sér stað í alþjóðamálum sem krefðust stöndugrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Merz mun leiða viðræðurnar fyrir hönd Kristilegra demókrata en með honum í ráðum verður Markus Söder, leiðtogi systursamtakanna í Bæjaralandi. Þá er gert ráð fyrir því að Lars Klingbeil, formaður og væntanlegur þingflokksformaður Sósíaldemókrata, muni fara fyrir samninganefnd þeirra. Þrátt fyrir yfirlýsingar Merz, sem yrði væntanlega kanslari, hefur Klingbeil sett þann fyrirvara við viðræðurnar að Sósíaldemókratar muni ekki ganga til meirihlutasamstarfs við Kristilega demókrata nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal 360 þúsund félaga flokksins. Dirk Wiese, þingmaður Sósíaldemókrata, sagði í samtali við DW að samstarf Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata væri eina trausta meirihlutasamstarfið í stöðunni en kristilegu demókrataflokkarnir tveir fengu samtals 33 prósent í nýafstöðnum kosningum og Sósíaldemókratar 19 prósent. Wiese sagði hins vegar ekki sjálfgefið að menn kæmust að samkomulagi. Miklar umræður standa yfir um aukin fjárframlög til varnarmála en Wiese sagði hreinlegast að greiða fyrir aukningunni með því að endurskoða svokallaða „skuldabremsu“ ríkisins. Merz og aðrir innan Kristilega demókrataflokksins vilja hins vegar ekki fara þá leið. Þýskaland Öryggis- og varnarmál Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Merz sagðist vonast til að komast að samkomulagi við Sósíaldemókrata „á næstunni“; miklar sviptingar væru að eiga sér stað í alþjóðamálum sem krefðust stöndugrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Merz mun leiða viðræðurnar fyrir hönd Kristilegra demókrata en með honum í ráðum verður Markus Söder, leiðtogi systursamtakanna í Bæjaralandi. Þá er gert ráð fyrir því að Lars Klingbeil, formaður og væntanlegur þingflokksformaður Sósíaldemókrata, muni fara fyrir samninganefnd þeirra. Þrátt fyrir yfirlýsingar Merz, sem yrði væntanlega kanslari, hefur Klingbeil sett þann fyrirvara við viðræðurnar að Sósíaldemókratar muni ekki ganga til meirihlutasamstarfs við Kristilega demókrata nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal 360 þúsund félaga flokksins. Dirk Wiese, þingmaður Sósíaldemókrata, sagði í samtali við DW að samstarf Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata væri eina trausta meirihlutasamstarfið í stöðunni en kristilegu demókrataflokkarnir tveir fengu samtals 33 prósent í nýafstöðnum kosningum og Sósíaldemókratar 19 prósent. Wiese sagði hins vegar ekki sjálfgefið að menn kæmust að samkomulagi. Miklar umræður standa yfir um aukin fjárframlög til varnarmála en Wiese sagði hreinlegast að greiða fyrir aukningunni með því að endurskoða svokallaða „skuldabremsu“ ríkisins. Merz og aðrir innan Kristilega demókrataflokksins vilja hins vegar ekki fara þá leið.
Þýskaland Öryggis- og varnarmál Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira