Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar 20. febrúar 2025 13:03 Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar