Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson og Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 12:30 Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun