Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:50 Borgarstjórn mun funda aftur í næstu viku en óvíst er hvort það takist að mynda nýjan meirihluta fyrir þann fund. Vísir/Anton Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Síðustu dagar hafa verið afdrifaríkir í borginni en á föstudaginn sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi flokksins og Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Einar hóf strax viðræður við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta. Sólarhring síðar dró aftur til tíðinda þegar Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók fyrir það að hennar flokkur tæki þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni og var viðræðunum þar með slitið. Ólíkt því þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið er ekki mögulegt að boða snemmbúnar kosningar þegar sveitastjórnarmeirihlutar slitna. Þess vegna verður að mynda nýjan meirihluta í borginni sem situr fram að sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2026. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla er vinstri stjórn í borginni það sem talið er einna líklegast núna. Fréttastofa ræddi við oddvita og borgarfulltrúa í morgun. Þeir voru flestir á því að staðan væri viðkvæm og því ekki tímabært að veita viðtöl. Miklar þreifingar hafi átt sér stað en engar formlegar viðræður séu þó enn hafnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segir að það geti tekið tíma að mynda nýjan meirihluta en á meðan þurfi borgarfulltrúar að sinna sínum störfum. „Við verðum líka að vera ábyrg í því að halda borginni gangandi. Við þurfum að afgreiða mál sem eru ekki pólitísk og við þurfum að sameinast um þau.“ Hún segir næsta borgarstjórnarfund verða í næstu viku en óvíst sé hvort nýr meirihluti verði þá orðinn að veruleika. „Næsti borgarstjórnarfundur er áætlaður á þriðjudaginn eftir viku og hann verður hvort sem það verður kominn einhver meirihluti eða ekki. Það verða þá bara líflegar og skemmtilegar umræður.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45 Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið afdrifaríkir í borginni en á föstudaginn sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi flokksins og Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Einar hóf strax viðræður við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta. Sólarhring síðar dró aftur til tíðinda þegar Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók fyrir það að hennar flokkur tæki þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni og var viðræðunum þar með slitið. Ólíkt því þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið er ekki mögulegt að boða snemmbúnar kosningar þegar sveitastjórnarmeirihlutar slitna. Þess vegna verður að mynda nýjan meirihluta í borginni sem situr fram að sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2026. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla er vinstri stjórn í borginni það sem talið er einna líklegast núna. Fréttastofa ræddi við oddvita og borgarfulltrúa í morgun. Þeir voru flestir á því að staðan væri viðkvæm og því ekki tímabært að veita viðtöl. Miklar þreifingar hafi átt sér stað en engar formlegar viðræður séu þó enn hafnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segir að það geti tekið tíma að mynda nýjan meirihluta en á meðan þurfi borgarfulltrúar að sinna sínum störfum. „Við verðum líka að vera ábyrg í því að halda borginni gangandi. Við þurfum að afgreiða mál sem eru ekki pólitísk og við þurfum að sameinast um þau.“ Hún segir næsta borgarstjórnarfund verða í næstu viku en óvíst sé hvort nýr meirihluti verði þá orðinn að veruleika. „Næsti borgarstjórnarfundur er áætlaður á þriðjudaginn eftir viku og hann verður hvort sem það verður kominn einhver meirihluti eða ekki. Það verða þá bara líflegar og skemmtilegar umræður.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45 Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41
Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45
Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13
Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48