Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 09:55 Kanslaraefnin tvö frá vinstri: Olaf Scholz og Friedrich Merz. Flokkur Merz mælist með afgerandi forskot á sósíaldemókrata Scholz í könnunum. AP/Michael Kappeler/DPA Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira