Játar að hafa myrt Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2025 07:41 Tetsuya Yamagami er sagður hafa drepið Shinzo Abe vegna tengsla forsætisráðherrans fyrrverandi við Einingakirkjuna svokölluðu. AP Fjörutíu og fimm ára karlmaður, Tetsuya Yamagami, hefur viðurkennt að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, á útifundi árið 2022. Réttarhöld í máli Yamagami hófust í borginni Nara í vesturhluta Japans í morgun. Við upphaf réttarhaldanna játaði Yamagami sök en hann er ákærður fyrir morð og vopnalagabrot. Hann er talinn hafa notast við heimagert skotvopn við verknaðinn, en hann skaut Abe til bana á kosningafundi í Nara 8. júlí 2022. „Allt er satt,“ sagði Yamagami þegar hann var beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar, að því er segir í frétt New York Times. Blaðamenn söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Nara fyrr í dag þegar Tetsuya Yamagami var færður þangað úr fangelsinu.AP Ástæða Yamagami fyrir morðinu er sögð hafa verið tengsl Abe við hina valdamiklu Moon-hreyfingu, eða Einingarkirkjuna, en móðir Yamagami á að hafa gefið kirkjunni háar fjárhæðir sem hafi leitt til gjaldþrots fjölskyldunnar. Dómstóll í Tókýó úrskurðaði í kjölfar morðsins árið 2022 að hreyfingin skyldi leyst upp. Shinzo Abe er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japans fyrst frá árinu 2006 til 2007 og svo aftur frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Hann var 67 ára þegar hann lést. Talið er að réttarhöld í máli Yamagmi standi fram í miðjan desember. Japan Morðið á Shinzo Abe Erlend sakamál Tengdar fréttir Shinzo Abe skotinn til bana Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn. 8. júlí 2022 06:12 Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32 Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13. október 2023 14:59 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Við upphaf réttarhaldanna játaði Yamagami sök en hann er ákærður fyrir morð og vopnalagabrot. Hann er talinn hafa notast við heimagert skotvopn við verknaðinn, en hann skaut Abe til bana á kosningafundi í Nara 8. júlí 2022. „Allt er satt,“ sagði Yamagami þegar hann var beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar, að því er segir í frétt New York Times. Blaðamenn söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Nara fyrr í dag þegar Tetsuya Yamagami var færður þangað úr fangelsinu.AP Ástæða Yamagami fyrir morðinu er sögð hafa verið tengsl Abe við hina valdamiklu Moon-hreyfingu, eða Einingarkirkjuna, en móðir Yamagami á að hafa gefið kirkjunni háar fjárhæðir sem hafi leitt til gjaldþrots fjölskyldunnar. Dómstóll í Tókýó úrskurðaði í kjölfar morðsins árið 2022 að hreyfingin skyldi leyst upp. Shinzo Abe er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japans fyrst frá árinu 2006 til 2007 og svo aftur frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Hann var 67 ára þegar hann lést. Talið er að réttarhöld í máli Yamagmi standi fram í miðjan desember.
Japan Morðið á Shinzo Abe Erlend sakamál Tengdar fréttir Shinzo Abe skotinn til bana Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn. 8. júlí 2022 06:12 Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32 Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13. október 2023 14:59 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Shinzo Abe skotinn til bana Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn. 8. júlí 2022 06:12
Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32
Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13. október 2023 14:59