Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 16:50 Tveir af fjórum ræningjum hafa verið handteknir og eru sagðir hafa játað aðild að ráninu. AP/Thomas Padilla Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. Munirnir eru metnir á nærri því þrettán milljarða króna. Á blaðamannafundi sem lögreglan í París hélt í dag kom fram að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir ýmis brot og að þeir standi frammi fyrir fimmtán árum í fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Í frétt Le Parisien segir að báðir séu kunningjar lögreglunnar og eigi sér sögu innbrota og ofbeldisglæpa. Þeir eru báðir á fertugsaldri. Mennirnir tveir sem eru í haldi voru handteknir síðasta laugardagskvöld. Annar þeirra fannst vegna hárs sem var inni í mótorhjólahjálmi sem skilinn var eftir á flótta mannanna. Lögreglunni mun hafa tekist að bera kennsl á hinn vegna vestis sem hann klæddist þegar mennirnir tveir brutu sér leið inn í safnið. Annar þeirra var handtekinn á leið um borð í flugvél og var hann á leið til Alsír. Sjá einnig: Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Tveir aðrir menn komu að ráninu, svo vitað sé. Þeir stýrðu kranabílnum sem mennirnir notuðu til að ræna safnið. Talsmenn lögreglunnar vildu lítið sem ekkert tjá sig um leitina að þeim. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að þeir hafi notið aðstoðar einhverra af starfsmönnum safnsins. Þá hefur lögreglan ekki útilokað að mennirnir hafi framið ránið að áeggjan eða með stuðningi stærri hóps eða annarra aðila. Frakkland Erlend sakamál Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Munirnir eru metnir á nærri því þrettán milljarða króna. Á blaðamannafundi sem lögreglan í París hélt í dag kom fram að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir ýmis brot og að þeir standi frammi fyrir fimmtán árum í fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Í frétt Le Parisien segir að báðir séu kunningjar lögreglunnar og eigi sér sögu innbrota og ofbeldisglæpa. Þeir eru báðir á fertugsaldri. Mennirnir tveir sem eru í haldi voru handteknir síðasta laugardagskvöld. Annar þeirra fannst vegna hárs sem var inni í mótorhjólahjálmi sem skilinn var eftir á flótta mannanna. Lögreglunni mun hafa tekist að bera kennsl á hinn vegna vestis sem hann klæddist þegar mennirnir tveir brutu sér leið inn í safnið. Annar þeirra var handtekinn á leið um borð í flugvél og var hann á leið til Alsír. Sjá einnig: Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Tveir aðrir menn komu að ráninu, svo vitað sé. Þeir stýrðu kranabílnum sem mennirnir notuðu til að ræna safnið. Talsmenn lögreglunnar vildu lítið sem ekkert tjá sig um leitina að þeim. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að þeir hafi notið aðstoðar einhverra af starfsmönnum safnsins. Þá hefur lögreglan ekki útilokað að mennirnir hafi framið ránið að áeggjan eða með stuðningi stærri hóps eða annarra aðila.
Frakkland Erlend sakamál Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira