Innlent

„Al­veg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“

Eiður Þór Árnason skrifar
Til átaka kom milli hjólreiðamannsins og ökumannsins.
Til átaka kom milli hjólreiðamannsins og ökumannsins.

Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað.

„Pirraði ökumaðurinn byrjar á því að keyra hann út í kant, keyrir alveg í hliðina á honum og er alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni,“ segir Pétur sem tók upp símann og náði restinni á myndband. 

Við þetta festist reiðhjólið undir bílnum og átti hjólreiðamaðurinn því erfitt með að fjarlægja það. Þá kom til átaka milli hans og ökumanns bílsins.

Klippa: Ökumaður keyrir á hjólreiðamann við Spöngina

„Svo urðu þessi átök og það endaði þannig að bílinn keyrði á eftir honum á Spangarsvæðið. Þeir voru að fara þar eitthvað en ég keyrði ekki á eftir þeim.“ Pétur viti því lítið um afdrif þeirra.

Hann telur ástæðu fyrir lögregluna að eiga samtal við ökumanninn.

„Mér brá rosalega og ég var hneykslaður á hegðun ökumannsins að vera að pirrast út í hjólreiðafólk sem er bara í sakleysi sínu að hjóla,“ bætir Pétur við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×