Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun