Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2025 10:44 Hjálmar Sveinsson og Einar Þorsteinsson sem hefur talað um að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. Hjálmari koma orð Einars á óvart. vísir/ívar/vilhelm Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. „Kjarninn í þessu er sá að við teljum að húsnæðisáætlanir sem eru nú í gangi, og í rauninni aðalskipulag, standi fyrir sínu og það sé ekki þörf á að fara í róttækar breytingar á því að svo komnu máli,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Eins og fram kom á Vísi í gær sagði Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi Flugmálafélags Íslands í gær, að ríkisstjórnin stæði einhuga að baki Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði jafnframt það grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, en báðir þessir flokkar sitja í meirihluta borgarstjórnar, taka undir með Eyjólfi í þessum efnum. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila Pawel Bartoszek þingmaður, áður varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sagði á Facebook að honum sýndist, af umfjöllun í fjölmiðlum af fundi stuðningsmanna flugvallarins, sú hugmynd uppi að ýmsir teldu einungis skyldur hvíla á Reykjavík í þeim samningum sem ríki og borg hafi gert sín á milli um framtíð flugvallarins. „En engar á ríkinu. Það er ekki raunin. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila. Ef fólk telur að forsendur hans eigi ekki lengur við þarf að taka upp nýja samninga. Annað eins þekkist. En það má EKKI að láta sem það sem henti manni í samningunum sé í gildi, en annað megi hunsa,“ segir Pawel á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að til dæmis að rekstraröryggi flugvallarins skuli tryggt meðan unnið sé að undirbúningi að flutningi hans. „Ef ríkið vill ekki lengur vinna að undirbúningi að flutningi hans, þá þarf það að taka upp samningana, en ekki láta sem fyrri hluti setningarinnar í samningnum gildi en ekki sá síðari.“ Alexandra Briem segir að sér sé brugðið vegna orða Eyjólfs Ármannssonar sveitarstjórnarráðherra. Þá bendir Pawel á að á öðrum stað sé skýrt kveðið á um að ríkinu beri að hafa forgöngu um flutning kennslu- og einkaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Um það er samkomulag frá 2013. „Hvernig hefur það gengið til að mynda hjá ISAVIA og ríkinu að vinna að þessum þætti samkomulags?“ Telur meirihlutasamstarfið standa traustum fótum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata tekur einnig til máls og hún segir að sér sé „mjög brugðið yfir framgöngu Eyjólfs Ármannssonar í þessu máli. Eina ástæðan fyrir því að ég held aðeins í mér með viðbrögð er að ég eiginlega trúi því ekki að hann raunverulega tali fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar.“ Hjálmar er á svipuðum slóðum og Pawel í samtali við Vísi. Hann segir að hlutirnir geti átt til að breytast en eins og staðan sé núna er skipulag til staðar fyrir mörg þúsund íbúðir á svæðinu. En nú hefur Einar Þorsteinsson borgarstjóri látið þau ummæli falla að það hrikti í meirihlutasamstarfinu vegna málsins? „Ég hef ekki orðið var við að það sé einhver óeining í öðrum málaflokkum. Það hefur alltaf verið ljóst að við erum með sitthvora skoðunina á þessu máli, það hefur alltaf verið ljóst. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann á við, það hriktir ekkert í meirihlutasamstarfinu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Húsnæðismál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
„Kjarninn í þessu er sá að við teljum að húsnæðisáætlanir sem eru nú í gangi, og í rauninni aðalskipulag, standi fyrir sínu og það sé ekki þörf á að fara í róttækar breytingar á því að svo komnu máli,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Eins og fram kom á Vísi í gær sagði Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi Flugmálafélags Íslands í gær, að ríkisstjórnin stæði einhuga að baki Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði jafnframt það grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, en báðir þessir flokkar sitja í meirihluta borgarstjórnar, taka undir með Eyjólfi í þessum efnum. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila Pawel Bartoszek þingmaður, áður varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sagði á Facebook að honum sýndist, af umfjöllun í fjölmiðlum af fundi stuðningsmanna flugvallarins, sú hugmynd uppi að ýmsir teldu einungis skyldur hvíla á Reykjavík í þeim samningum sem ríki og borg hafi gert sín á milli um framtíð flugvallarins. „En engar á ríkinu. Það er ekki raunin. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila. Ef fólk telur að forsendur hans eigi ekki lengur við þarf að taka upp nýja samninga. Annað eins þekkist. En það má EKKI að láta sem það sem henti manni í samningunum sé í gildi, en annað megi hunsa,“ segir Pawel á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að til dæmis að rekstraröryggi flugvallarins skuli tryggt meðan unnið sé að undirbúningi að flutningi hans. „Ef ríkið vill ekki lengur vinna að undirbúningi að flutningi hans, þá þarf það að taka upp samningana, en ekki láta sem fyrri hluti setningarinnar í samningnum gildi en ekki sá síðari.“ Alexandra Briem segir að sér sé brugðið vegna orða Eyjólfs Ármannssonar sveitarstjórnarráðherra. Þá bendir Pawel á að á öðrum stað sé skýrt kveðið á um að ríkinu beri að hafa forgöngu um flutning kennslu- og einkaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Um það er samkomulag frá 2013. „Hvernig hefur það gengið til að mynda hjá ISAVIA og ríkinu að vinna að þessum þætti samkomulags?“ Telur meirihlutasamstarfið standa traustum fótum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata tekur einnig til máls og hún segir að sér sé „mjög brugðið yfir framgöngu Eyjólfs Ármannssonar í þessu máli. Eina ástæðan fyrir því að ég held aðeins í mér með viðbrögð er að ég eiginlega trúi því ekki að hann raunverulega tali fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar.“ Hjálmar er á svipuðum slóðum og Pawel í samtali við Vísi. Hann segir að hlutirnir geti átt til að breytast en eins og staðan sé núna er skipulag til staðar fyrir mörg þúsund íbúðir á svæðinu. En nú hefur Einar Þorsteinsson borgarstjóri látið þau ummæli falla að það hrikti í meirihlutasamstarfinu vegna málsins? „Ég hef ekki orðið var við að það sé einhver óeining í öðrum málaflokkum. Það hefur alltaf verið ljóst að við erum með sitthvora skoðunina á þessu máli, það hefur alltaf verið ljóst. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann á við, það hriktir ekkert í meirihlutasamstarfinu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Húsnæðismál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira