Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:45 Magnús Þór Jónsson segir að viðbótarkrafa um smá launahækkun á næsta ári hafi staðið í samninganefnd hins opinbera. Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að engin formleg aukakröfugerð hafi borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Vísir/Hjalti Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira