Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 19:03 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að margs konar úrbóta sé þörf á meðferðarheimilinu Bjargey eftir að alvarlegt atvik kom þar upp. Vísir Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns. Fimm fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar, sem er úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir stúlkur og kynsegin á aldrinum 13-18 ára sem var stofnað í júní 2022, stíga nú fram og lýsa alvarlegum öryggis- og faglegum brestum á heimilinu. Í samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að þau komi nafnlaust fram af ótta við afleiðingarnar. Barna- og fjölskyldustofa hafi verið upplýst um áhyggjurnar en starfsfólkið upplifi gaslýsingu þaðan. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hafi verið gert viðvart um málið í tvígang. Starfsfólk myndi ekki senda eigin börn á heimilið Starfsfólkið gagnrýnir harðlega starfsemina á Bjargey í ítarlegri samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum. Í heild er meðferðarstarfinu lýst sem afar losaralegu og geti jafnvel haft skaðleg áhrif á ungmennin. Foreldrar hafi lýst að börn hafi komið heim í verra ástandi eftir meðferðina en þau fóru. Ekki sé farið eftir settum verkferlum og reglum sem valdi algjöru reiðuleysi í starfseminni þar sem sömu mistökin séu síendurtekin. Dæmi sé um að það gleymist að gefa vistmönnum lyf eða sækja þau. Viðhorfið sé að eðlilegt sé að fíkniefni finnist hjá vistmönnum. Fram kemur að starfsmenn myndu ekki senda eigin börn á heimilið eða mæla með því. Þá segir starfsfólk innra eftirlit hafa brugðist. Dæmi um hluti sem gleymast; áfylling lyfseðla, að sækja lyf, að gefa rétt lyf á réttum tíma. Það fer alveg eftir starfsmönnum hvenær reglurnar gilda og hvenær ekki. Það er ekkert eðlilegt við það að fíkniefni séu á meðferðarheimili - hvernig á þá meðferðin að virka? Margir starfsmenn tala um að þeir myndu ekki senda sín eigin börn á meðferðarheimilið eins og er eða mæla með því við sína aðstandendur. Ítarleg úttekt í gangi Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sér um að hafa eftirlit með meðferðarheimilum fyrir börn í vanda. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir að stofnunin hafi ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á starfi meðferðarheimila fyrir börn vorið 2024. Gagnasöfnuninni hafi lokið nú í september. Meðal heimila sem séu til skoðunar sé meðferðarheimilið Bjargey. Búist sé við skýrslu um máli strax eftir áramót. Herdís segir hins vegar að nú þegar hafi stofnunin sent Bjargey lista yfir nauðsynlegar umbætur eftir að alvarlegt atvik kom upp sem fól í sér íkveikju. En ríflega ár er síðan 17 ára piltur lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum sem er líka á vegum Barna-og fjölskyldustofu. „GEV hefur lokið rannsókn á alvarlegu atviki sem kom upp í tengslum við íkveikju á Bjargey. Aðilum máls hefur verið tilkynnt um niðurstöður rannsóknarinnar, m.a. BOFS. Í kjölfar niðurstaðna leggur Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála áherslu á umbætur til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Þar bendum við t.d. á að það sé ýmislegt í tengslum við verklag og þjálfun starfsmanna og sameiginlega sýn sem þarf að bæta á Bjargey,“ segir Herdís. Farga þarf litlum kveikjurum Í ábendingum Gæða- og eftirlitsstofnunar vegna málsins kemur m.a. fram: GEV mælir með að litlum kveikjurum heimilisins verði fargað. GEV telur brýnt að til staðar sé skriflegt verklag varðandi fyrirkomulag á innskrift nýrra skjólstæðinga, m.a. um upplýsingagjöf til starfsfólks og að því verði framfylgt. GEV telur jafnframt að til staðar þurfi að vera verklag varðandi samhæfð viðbrögð starfsfólks þegar margir áhættuþættir eru til staðar í samskiptum milli skjólstæðinga heimilisins. GEV telur að stuðla megi betur að gæðum og öryggi í þjónustunni með skýru skriflegu verklagi um starfsemina og fræðslu um rétt vinnubrögð starfsmanna við flóknum og erfiðum aðstæðum sem kunna að koma upp í starfsemi heimilisins. Er það mat GEV að framangreindar umbætur séu til þess fallnar að auka gæði og öryggi í þjónustunni og geti stuðlað að því að fyrirbyggja alvarleg óvænt atvik af þessu tagi. Vistheimili Meðferðarheimili Málefni Stuðla Ofbeldi barna Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fimm fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar, sem er úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir stúlkur og kynsegin á aldrinum 13-18 ára sem var stofnað í júní 2022, stíga nú fram og lýsa alvarlegum öryggis- og faglegum brestum á heimilinu. Í samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að þau komi nafnlaust fram af ótta við afleiðingarnar. Barna- og fjölskyldustofa hafi verið upplýst um áhyggjurnar en starfsfólkið upplifi gaslýsingu þaðan. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hafi verið gert viðvart um málið í tvígang. Starfsfólk myndi ekki senda eigin börn á heimilið Starfsfólkið gagnrýnir harðlega starfsemina á Bjargey í ítarlegri samantekt sem fréttastofa hefur undir höndum. Í heild er meðferðarstarfinu lýst sem afar losaralegu og geti jafnvel haft skaðleg áhrif á ungmennin. Foreldrar hafi lýst að börn hafi komið heim í verra ástandi eftir meðferðina en þau fóru. Ekki sé farið eftir settum verkferlum og reglum sem valdi algjöru reiðuleysi í starfseminni þar sem sömu mistökin séu síendurtekin. Dæmi sé um að það gleymist að gefa vistmönnum lyf eða sækja þau. Viðhorfið sé að eðlilegt sé að fíkniefni finnist hjá vistmönnum. Fram kemur að starfsmenn myndu ekki senda eigin börn á heimilið eða mæla með því. Þá segir starfsfólk innra eftirlit hafa brugðist. Dæmi um hluti sem gleymast; áfylling lyfseðla, að sækja lyf, að gefa rétt lyf á réttum tíma. Það fer alveg eftir starfsmönnum hvenær reglurnar gilda og hvenær ekki. Það er ekkert eðlilegt við það að fíkniefni séu á meðferðarheimili - hvernig á þá meðferðin að virka? Margir starfsmenn tala um að þeir myndu ekki senda sín eigin börn á meðferðarheimilið eins og er eða mæla með því við sína aðstandendur. Ítarleg úttekt í gangi Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sér um að hafa eftirlit með meðferðarheimilum fyrir börn í vanda. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir að stofnunin hafi ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á starfi meðferðarheimila fyrir börn vorið 2024. Gagnasöfnuninni hafi lokið nú í september. Meðal heimila sem séu til skoðunar sé meðferðarheimilið Bjargey. Búist sé við skýrslu um máli strax eftir áramót. Herdís segir hins vegar að nú þegar hafi stofnunin sent Bjargey lista yfir nauðsynlegar umbætur eftir að alvarlegt atvik kom upp sem fól í sér íkveikju. En ríflega ár er síðan 17 ára piltur lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum sem er líka á vegum Barna-og fjölskyldustofu. „GEV hefur lokið rannsókn á alvarlegu atviki sem kom upp í tengslum við íkveikju á Bjargey. Aðilum máls hefur verið tilkynnt um niðurstöður rannsóknarinnar, m.a. BOFS. Í kjölfar niðurstaðna leggur Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála áherslu á umbætur til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Þar bendum við t.d. á að það sé ýmislegt í tengslum við verklag og þjálfun starfsmanna og sameiginlega sýn sem þarf að bæta á Bjargey,“ segir Herdís. Farga þarf litlum kveikjurum Í ábendingum Gæða- og eftirlitsstofnunar vegna málsins kemur m.a. fram: GEV mælir með að litlum kveikjurum heimilisins verði fargað. GEV telur brýnt að til staðar sé skriflegt verklag varðandi fyrirkomulag á innskrift nýrra skjólstæðinga, m.a. um upplýsingagjöf til starfsfólks og að því verði framfylgt. GEV telur jafnframt að til staðar þurfi að vera verklag varðandi samhæfð viðbrögð starfsfólks þegar margir áhættuþættir eru til staðar í samskiptum milli skjólstæðinga heimilisins. GEV telur að stuðla megi betur að gæðum og öryggi í þjónustunni með skýru skriflegu verklagi um starfsemina og fræðslu um rétt vinnubrögð starfsmanna við flóknum og erfiðum aðstæðum sem kunna að koma upp í starfsemi heimilisins. Er það mat GEV að framangreindar umbætur séu til þess fallnar að auka gæði og öryggi í þjónustunni og geti stuðlað að því að fyrirbyggja alvarleg óvænt atvik af þessu tagi.
Dæmi um hluti sem gleymast; áfylling lyfseðla, að sækja lyf, að gefa rétt lyf á réttum tíma. Það fer alveg eftir starfsmönnum hvenær reglurnar gilda og hvenær ekki. Það er ekkert eðlilegt við það að fíkniefni séu á meðferðarheimili - hvernig á þá meðferðin að virka? Margir starfsmenn tala um að þeir myndu ekki senda sín eigin börn á meðferðarheimilið eins og er eða mæla með því við sína aðstandendur.
Vistheimili Meðferðarheimili Málefni Stuðla Ofbeldi barna Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira