Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 11:32 María Rún Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við lagadeild HR en hún starfaði áður við embætti ríkislögreglustjóra. aðsend María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra. Í tilkynningunni frá HR segir að María hafi sérhæft sig á mörkum mannréttinda- og tækniréttar og hafi lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn stafrænu ofbeldi, einkum sem beinist gegn konum og stúlkum. Doktorsritgerð hennar fjallar einmitt um efni sem því tengist. Víðtæk reynsla á sviði lögfræði Hún hefur starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 2021, fyrst sem verkefnisstjóri stafræns ofbeldis og síðar sem forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og sem stjórnandi nýsköpunar- og stefnumótunar, áður en hún svo tók við stöðu lögfræðings og staðgengils ríkislögreglustjóra. „María Rún lauk doktorsprófi frá lagadeild Sussex háskóla árið 2021, meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008 og BA í lögfræði frá HÍ árið 2006. Hún hefur tekið þátt í rannsóknum, jafnt hérlendis sem erlendis, er snúa að áhrifum tækni á lýðræðislega innviði og tekið að sér ráðgjafahlutverk fyrir viðskipta-, dómsmála- og forsætisráðuneytin. Hún hefur til að mynda unnið að málatilbúnaði fyrir íslensk stjórnvöld fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði frumvarp sem varð að lögum um kynferðislega friðhelgi og leiddi sendinefnd Íslands í samningaviðræðum um nýjan samning Sameinuðu þjóðanna um netbrot,“ segir meðal annars um starfsferil Maríu Rúnar í tilkynningunni. Þá situr María til að mynda í Grevio, nefnd Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl samningsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, á sæti í landsnefnd UN Women á Íslandi og er varaformaður Lögfræðingafélags Íslands. Ekki ráðið í stöður sem losna Fjárhagsstaða embættis ríkislögreglustjóra hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Í framhaldi af umfjöllun um kaup embættisins á þjónustu frá ráðgjafafyrirtækinu Intru, og tímabundinnar ráðningar eiganda fyrirtækisins til embættisins, greindi ríkislögreglustjóri frá því í tilkynningu í síðustu viku að í ljósi „alvarlegrar fjárhagsstöðu“ hjá embættinu hafi verið óhjákvæmilegt að ráðast í uppsagnir starfsmanna. Þar að auki yrði ekki ráðið í þær stöður sem losna og tímabundnir ráðningarsamningar starfsmanna ekki endurnýjaðir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á þetta einnig við um fyrri stöðu Maríu Rúnar, en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá embættinu um það hver muni, eftir atvikum, gegna hlutverki staðgengils lögreglustjóra. Háskólar Lögreglan Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Í tilkynningunni frá HR segir að María hafi sérhæft sig á mörkum mannréttinda- og tækniréttar og hafi lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn stafrænu ofbeldi, einkum sem beinist gegn konum og stúlkum. Doktorsritgerð hennar fjallar einmitt um efni sem því tengist. Víðtæk reynsla á sviði lögfræði Hún hefur starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 2021, fyrst sem verkefnisstjóri stafræns ofbeldis og síðar sem forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og sem stjórnandi nýsköpunar- og stefnumótunar, áður en hún svo tók við stöðu lögfræðings og staðgengils ríkislögreglustjóra. „María Rún lauk doktorsprófi frá lagadeild Sussex háskóla árið 2021, meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008 og BA í lögfræði frá HÍ árið 2006. Hún hefur tekið þátt í rannsóknum, jafnt hérlendis sem erlendis, er snúa að áhrifum tækni á lýðræðislega innviði og tekið að sér ráðgjafahlutverk fyrir viðskipta-, dómsmála- og forsætisráðuneytin. Hún hefur til að mynda unnið að málatilbúnaði fyrir íslensk stjórnvöld fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði frumvarp sem varð að lögum um kynferðislega friðhelgi og leiddi sendinefnd Íslands í samningaviðræðum um nýjan samning Sameinuðu þjóðanna um netbrot,“ segir meðal annars um starfsferil Maríu Rúnar í tilkynningunni. Þá situr María til að mynda í Grevio, nefnd Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl samningsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, á sæti í landsnefnd UN Women á Íslandi og er varaformaður Lögfræðingafélags Íslands. Ekki ráðið í stöður sem losna Fjárhagsstaða embættis ríkislögreglustjóra hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Í framhaldi af umfjöllun um kaup embættisins á þjónustu frá ráðgjafafyrirtækinu Intru, og tímabundinnar ráðningar eiganda fyrirtækisins til embættisins, greindi ríkislögreglustjóri frá því í tilkynningu í síðustu viku að í ljósi „alvarlegrar fjárhagsstöðu“ hjá embættinu hafi verið óhjákvæmilegt að ráðast í uppsagnir starfsmanna. Þar að auki yrði ekki ráðið í þær stöður sem losna og tímabundnir ráðningarsamningar starfsmanna ekki endurnýjaðir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á þetta einnig við um fyrri stöðu Maríu Rúnar, en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá embættinu um það hver muni, eftir atvikum, gegna hlutverki staðgengils lögreglustjóra.
Háskólar Lögreglan Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira