Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn HS Orku en þar hafa tvö ný svið verið stofnuð. Breytingarnar tóku gildi um nýliðin áramót. Viðskipti innlent 27.1.2026 14:53
Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. Hún mun taka við starfinu í vor af Rannveigu Rist, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997. Hún mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto. Viðskipti innlent 27.1.2026 14:15
Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Coca-Cola á Íslandi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn í stjórnendateymi fyrirtækisins. Þannig hefur Sunna Rúnarsdóttir verið ráðin forstöðumaður þjónustu, Sævar Sigurðsson forstöðumaður vöruhúss og dreifingar og Hallur Geir Heiðarsson forstöðumaður sölu á matvörumarkaði. Viðskipti innlent 27.1.2026 12:14
Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. úr hópi 23 umsækjenda. Hann mun hefja störf á næstu dögum. Um er að ræða nýtt félag sem tekur yfir rekstur leiðakerfis Strætó. Viðskipti innlent 23. janúar 2026 10:00
Hrafnhildur til Pipar\TBWA Hrafnhildur Rafnsdóttir, sérfræðingur í stafrænni miðlun, hefur verið ráðin til starfa hjá FEED, samskipta- og almannatengslateymi auglýsingastofunnar Pipar\TBWA. Viðskipti innlent 23. janúar 2026 09:41
Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans. Viðskipti innlent 22. janúar 2026 16:20
Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. Innlent 20. janúar 2026 22:21
Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn. Viðskipti innlent 19. janúar 2026 16:28
Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri fréttastofu Sýnar en hún hefur gegnt stöðunni í hálft fimmta ár. Formleg starfslok hafa ekki farið fram en Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri mun taka við stjórnartaumunum á fréttastofunni frá og með deginum í dag. Innlent 16. janúar 2026 10:07
Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka snýr aftur á PGA-mótaröðina strax í lok þessa mánaðar eftir að hann samþykkti að gera yfirbót fyrir brotthvarf sitt til LIV-mótaraðarinnar. Undanþága sem er sérsniðin að stærstu stjörnum LIV stendur þeim tímabundið til boða. Golf 13. janúar 2026 15:00
Hulda til Basalt arkitekta Basalt arkitektar hafa ráðið Huldu Hallgrímsdóttur í nýja stöðu stefnu- og viðskiptaþróunarstjóra. Viðskipti innlent 13. janúar 2026 12:50
Úr útvarpinu í orkumálin Fjölmiðlakonan Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Hafdís Helga er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands en hún færir sig til Samorku frá Ríkisútvarpinu þar sem hún hefur starfað sem fréttamaður og við dagskrárgerð undanfarin átta ár, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarpsins á Rás 2. Viðskipti innlent 12. janúar 2026 14:36
Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. Innlent 12. janúar 2026 13:03
Skipta um forstjóra hjá Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður. Viðskipti innlent 12. janúar 2026 13:02
Finnur fyrsti óperustjórinn Finnur Bjarnason hefur verið skipaður óperustjóri í Þjóðaróperunni í Þjóðleikhúsinu. Finnur er skipaður til fimm ára en hann er sá fyrsti eftir að Alþingi samþykkti ný lög um stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Lífið 11. janúar 2026 11:39
Þessi sóttu um hjá Höllu Alls sóttu 103 um starf sérfræðings hjá embætti forseta Íslands og 52 umsækjendur sóttu um starf fjármála- og rekstrarstjóra embættisins. Meðal umsækjenda um stöðu sérfræðings er Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði sem starfað hefur hjá forsetanum sem sérfræðingur síðan í september. Innlent 8. janúar 2026 15:01
Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Ólafur Orri Ólafsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri samstæðu Samskipa og tekur við keflinu af Kari-Pekka Laaksonen, sem gengt hefur starfinu frá árinu 2019. Ólafur Orri er sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, sem eru langstærstu eigendur Samskipa. Viðskipti innlent 8. janúar 2026 11:48
Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Viðskipti innlent 7. janúar 2026 12:49
Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Viðskipti innlent 7. janúar 2026 11:05
Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Þorsteinn Svanur Jónsson tekur við starfi forstjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa, sem hann tók þátt í að stofna, á föstudag. Fráfarandi forstjóri, faðir Þorsteins, er sagður vinna áfram að vexti og þróun félagsins. Viðskipti innlent 7. janúar 2026 08:52
Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. frá 16. mars næst komandi. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Grímur Sæmundsen, sem verið hefur forstjóri Bláa lónsins frá stofnun þess 1992 lætur þá af störfum en tekur sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 13:09
Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. Innlent 6. janúar 2026 12:37
Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Í lok fyrsta ársfjórðungs ársins mun Róbert Wessman láta af störfum sem forstjóri Alvotech. Hann mun þó starfa áfram sem stjórnarformaður félagsins í fullu starfi. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 12:23
Lögmenn frá Juris til LEX LEX hefur fengið til liðs við sig lögmennina Finn Magnússon, Stefán A. Svensson og Sigurbjörn Magnússon, sem allir koma frá lögmannsstofunni Juris. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 07:45