Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 14:03 Strætó er með fimmtán Yutong-rafmagnsvagna (t.h.) á sínum snærum. Jóhannes Rúnar, framkvæmdastjóri Strætó, (t.v.) segir framleiðandann lítið geta ráðskast með þá vegna þess að þeir séu af eldri gerð en vagnarnir í Skandinavíu. Vísir Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum. Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum.
Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira