Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar 26. janúar 2025 20:32 Það er ljóst að tré og flugvélar fara ekki vel saman. Sérstaklega ef flugvélar eru á flugi en nánar um það síðar. Aðför Reykjavíkurborgar að Reykjavíkurflugvelli hefur staðið yfir nær óslitið frá árinu 2005 eins og flestum sem hafa fylgst með umræðunni má vera ljóst. Hér verður ekki farið yfir þá sögu en minnt á samkomulag sem gert var milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar þ. 28. nóvember 2019 og undirritað af Sigurði Inga Jóhannsyni þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Degi B. Eggertsyni þáverandi borgarstjóra. Samkomulagið var um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og þar segir í 5. grein: „Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vera vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun hans. Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti afram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur i samræmi við .2 mgr. 5. gr. samkomulags þessa.“ Reykjavíkurborg hefur engan veginn staðið við sinn hluta af þessu samkomulagi. Fyrir undirritun samkomulagsins var þegar búið að leggja niður neyðarbrautina svokölluðu en eftir það er áformuð byggð í Skerjafirði, Rannsóknarhús HR þar sem lóðarmörkin eru einungis 90m frá framlengdri miðlínu NV/SA brautarinnar, óheftur trjágróður í Öskjuhlíð og nú síðast var kynnt í Borgarráði 7. janúar s.l. Þróunaráætlun háskólasvæðis Háskóla Íslands. Þar eru Fluggarðar á Reykjavíkurflugvelli sem er miðstöð kennslu- og einkaflugs kynnt sem þróunarreitur 14 í fyrirhugaðri uppbyggingu. Víkjum þá að trjám og flugvélum. Það var um miðja síðustu öld sem starfsmenn Flugmálastjórnar sem þá var, gróðursettu tré í Öskjuhlíð. Um framsækið verkefni var um að ræða en því miður var val trjátegunda ekki vel ígrundað á þeim tíma. Trén uxu vel og svo kom að fyrirsjánlegt væri að þau myndu skapa hindrun að NV flugbrautinni. Í samkomulagi við Reykjavíkurborg var henni gert skylt að bregðast við þeirri ógn sem stafaði af þessum hindrunum og brást hún við árið 2017 með því að fella hæstu trén. Trén héldu hins vegar áfram að vaxa og árið 2019 var borginni gert að bregðast við en því svaraði Dagur B. Eggertsson að með trjáfellingum árið 2017 hefði borgin uppfyllt skilyrði samkomulagsins og væri því laus allra mála. Trén halda samt áfram að vaxa og þó svo að 45 tré hafi verið felld nú í haust þá er trjágróður í Öskjuhlíð viðvarandi ógn við flugöryggi sem hefur valdið því að nú er búið að loka NV/SA brautinni að næturlagi og fyrir liggur að loka henni alfarið. Það er Samgöngustofa sem tekur ákvörðun um lokunina en með henni er hún að sinna eftirlitsskyldu sinni sem skilgreind er í lögum um loftferðir nr. 80/2022 og reglugerðum EASA - Flugumferðarstofnun Evrópu. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna - ÖFÍA styður þessa ákvörðun Samgöngustofu enda er hún gerð með flugöryggi að leiðarljósi. Aðflug að flugbraut skal vera hindrunarlaust. Til að meta það svæði sem á að vera hindrunarlaust eru hugtökin OCS - Obstacle Clearance Surface og VSS - Visual Segment Surface notuð. VSS - Visual Segment Surface er 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar, byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld og vísar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. OCS – Obstacle Clearance Surface er þrengri en VSS-flötur og með lítið eitt hærra horni eða 1° undir aðflugshorni flugbrautar. Engin hindrun má fara upp í OCS-flötinn. Þegar trén fóru að ógna þessum hindrunarflötum var brugðist við með breytingu á aðfluginu. Þröskuldur flugbrautarinnar var færður innar þ.e. flugvélar lenda innar á flugbrautinni og fara því hærra í aðflugi. Einnig var aðflugið í skrefum gert brattara, fór úr 3,7° árið 2011 og upp í 4,45° 12 árum síðar. 4,45° er það brattasta sem hægt er að fara því yfir því horni þurfa flugvélar sérstaka heimild m.t.t afkastagetu og flugmenn þjálfun í flughermi. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar eru ekki tilbúnir til þess að samþykkja þann fjölda trjáa sem nauðsynlegt er að fella. Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri fullyrti í fréttum Stöðvar 2 að þetta kæmi honum á óvart og að ekkert samtal hafi átt sér stað, hvorki við Isavia né Samgöngustofu. Hann hafði greinilega ekki unnið heimavinnuna sína því nóg er til af gögnum sem sýna fram á annað. Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 21. janúar s.l. var málið tekið upp að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar var Einar Þorsteinsson borgarstjóri betur undirbúinn í sínum andsvörum vopnaður glærum til skýringar. Hans helstu rök fyrir því að ekki þyrfti að fella jafn mörg tré og Isavia fer fram á þau að hindranir væru leyfðar upp í VSS-flöt en ekki OCS-flöt og því þyrfti einungis að fella þau tré sem næðu upp í OCS-flötinn. Hann hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér því vissulega segir í skilgreiningu að fari hindrun upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Þegar hindrun sem vanalega er þá byggingar, landslag eða tímabundnir byggingakranar fer upp í VSS-flöt er það rækilega skilgreint og inniheldur eftirfarandi atriði sem þarf að uppfylla: Birta upplýsingar um hindrunina á aðflugskortum og viðeigandi upplýsingabréfum fyrir flugfélög og flugmenn. Merkja og lýsa upp hindrunina ef flogið er að nóttu. Hindrunarljós sett á hæsta punkt allra hindrana. Hækka aðflugslágmörk í aðflugi. Færa þröskuld innar inn á flugbraut. Auka aðflugshorn í aðflugi Loka flugbraut þar til hindrun hefur verið fjarlægð. Flest af því sem hér er upptalið hefur verið gert á undanförnum árum og nú er komið að síðasta úræðinu þ.e. loka flugbrautinni. Ljóst er að ekki er gerlegt að setja hindunarljós á hvern trjátopp enda þekkist það hvergi í heiminum að trjágróðri sé leyft að vaxa upp í hindrunarflöt. Hvorki ÖFÍA, flugrekendur né Samgöngustofa munu sætta sig við skerðingu á flugöryggi. Það er ljóst að við lokun NV/SA brautarinnar verður bara ein flugbraut í notkun á Reykjavíkurflugvelli. Það þýðir einfaldlega að við vissar veðuraðstæður er ekki flogið. Ekkert áætlunarflug og ekkert sjúkraflug en yfir 600 sjúkraflug voru flogin til Reykjavíkur á síðasta ári. Óhjákvæmilega þýðir það skerðingu á rekstraröryggi flugvallarins. Nokkuð sem Reykjavíkurborg skuldbatt sig að skerða ekki. Höfundur er formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tré Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að tré og flugvélar fara ekki vel saman. Sérstaklega ef flugvélar eru á flugi en nánar um það síðar. Aðför Reykjavíkurborgar að Reykjavíkurflugvelli hefur staðið yfir nær óslitið frá árinu 2005 eins og flestum sem hafa fylgst með umræðunni má vera ljóst. Hér verður ekki farið yfir þá sögu en minnt á samkomulag sem gert var milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar þ. 28. nóvember 2019 og undirritað af Sigurði Inga Jóhannsyni þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Degi B. Eggertsyni þáverandi borgarstjóra. Samkomulagið var um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og þar segir í 5. grein: „Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vera vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun hans. Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti afram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur i samræmi við .2 mgr. 5. gr. samkomulags þessa.“ Reykjavíkurborg hefur engan veginn staðið við sinn hluta af þessu samkomulagi. Fyrir undirritun samkomulagsins var þegar búið að leggja niður neyðarbrautina svokölluðu en eftir það er áformuð byggð í Skerjafirði, Rannsóknarhús HR þar sem lóðarmörkin eru einungis 90m frá framlengdri miðlínu NV/SA brautarinnar, óheftur trjágróður í Öskjuhlíð og nú síðast var kynnt í Borgarráði 7. janúar s.l. Þróunaráætlun háskólasvæðis Háskóla Íslands. Þar eru Fluggarðar á Reykjavíkurflugvelli sem er miðstöð kennslu- og einkaflugs kynnt sem þróunarreitur 14 í fyrirhugaðri uppbyggingu. Víkjum þá að trjám og flugvélum. Það var um miðja síðustu öld sem starfsmenn Flugmálastjórnar sem þá var, gróðursettu tré í Öskjuhlíð. Um framsækið verkefni var um að ræða en því miður var val trjátegunda ekki vel ígrundað á þeim tíma. Trén uxu vel og svo kom að fyrirsjánlegt væri að þau myndu skapa hindrun að NV flugbrautinni. Í samkomulagi við Reykjavíkurborg var henni gert skylt að bregðast við þeirri ógn sem stafaði af þessum hindrunum og brást hún við árið 2017 með því að fella hæstu trén. Trén héldu hins vegar áfram að vaxa og árið 2019 var borginni gert að bregðast við en því svaraði Dagur B. Eggertsson að með trjáfellingum árið 2017 hefði borgin uppfyllt skilyrði samkomulagsins og væri því laus allra mála. Trén halda samt áfram að vaxa og þó svo að 45 tré hafi verið felld nú í haust þá er trjágróður í Öskjuhlíð viðvarandi ógn við flugöryggi sem hefur valdið því að nú er búið að loka NV/SA brautinni að næturlagi og fyrir liggur að loka henni alfarið. Það er Samgöngustofa sem tekur ákvörðun um lokunina en með henni er hún að sinna eftirlitsskyldu sinni sem skilgreind er í lögum um loftferðir nr. 80/2022 og reglugerðum EASA - Flugumferðarstofnun Evrópu. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna - ÖFÍA styður þessa ákvörðun Samgöngustofu enda er hún gerð með flugöryggi að leiðarljósi. Aðflug að flugbraut skal vera hindrunarlaust. Til að meta það svæði sem á að vera hindrunarlaust eru hugtökin OCS - Obstacle Clearance Surface og VSS - Visual Segment Surface notuð. VSS - Visual Segment Surface er 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar, byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld og vísar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. OCS – Obstacle Clearance Surface er þrengri en VSS-flötur og með lítið eitt hærra horni eða 1° undir aðflugshorni flugbrautar. Engin hindrun má fara upp í OCS-flötinn. Þegar trén fóru að ógna þessum hindrunarflötum var brugðist við með breytingu á aðfluginu. Þröskuldur flugbrautarinnar var færður innar þ.e. flugvélar lenda innar á flugbrautinni og fara því hærra í aðflugi. Einnig var aðflugið í skrefum gert brattara, fór úr 3,7° árið 2011 og upp í 4,45° 12 árum síðar. 4,45° er það brattasta sem hægt er að fara því yfir því horni þurfa flugvélar sérstaka heimild m.t.t afkastagetu og flugmenn þjálfun í flughermi. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar eru ekki tilbúnir til þess að samþykkja þann fjölda trjáa sem nauðsynlegt er að fella. Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri fullyrti í fréttum Stöðvar 2 að þetta kæmi honum á óvart og að ekkert samtal hafi átt sér stað, hvorki við Isavia né Samgöngustofu. Hann hafði greinilega ekki unnið heimavinnuna sína því nóg er til af gögnum sem sýna fram á annað. Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 21. janúar s.l. var málið tekið upp að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar var Einar Þorsteinsson borgarstjóri betur undirbúinn í sínum andsvörum vopnaður glærum til skýringar. Hans helstu rök fyrir því að ekki þyrfti að fella jafn mörg tré og Isavia fer fram á þau að hindranir væru leyfðar upp í VSS-flöt en ekki OCS-flöt og því þyrfti einungis að fella þau tré sem næðu upp í OCS-flötinn. Hann hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér því vissulega segir í skilgreiningu að fari hindrun upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Þegar hindrun sem vanalega er þá byggingar, landslag eða tímabundnir byggingakranar fer upp í VSS-flöt er það rækilega skilgreint og inniheldur eftirfarandi atriði sem þarf að uppfylla: Birta upplýsingar um hindrunina á aðflugskortum og viðeigandi upplýsingabréfum fyrir flugfélög og flugmenn. Merkja og lýsa upp hindrunina ef flogið er að nóttu. Hindrunarljós sett á hæsta punkt allra hindrana. Hækka aðflugslágmörk í aðflugi. Færa þröskuld innar inn á flugbraut. Auka aðflugshorn í aðflugi Loka flugbraut þar til hindrun hefur verið fjarlægð. Flest af því sem hér er upptalið hefur verið gert á undanförnum árum og nú er komið að síðasta úræðinu þ.e. loka flugbrautinni. Ljóst er að ekki er gerlegt að setja hindunarljós á hvern trjátopp enda þekkist það hvergi í heiminum að trjágróðri sé leyft að vaxa upp í hindrunarflöt. Hvorki ÖFÍA, flugrekendur né Samgöngustofa munu sætta sig við skerðingu á flugöryggi. Það er ljóst að við lokun NV/SA brautarinnar verður bara ein flugbraut í notkun á Reykjavíkurflugvelli. Það þýðir einfaldlega að við vissar veðuraðstæður er ekki flogið. Ekkert áætlunarflug og ekkert sjúkraflug en yfir 600 sjúkraflug voru flogin til Reykjavíkur á síðasta ári. Óhjákvæmilega þýðir það skerðingu á rekstraröryggi flugvallarins. Nokkuð sem Reykjavíkurborg skuldbatt sig að skerða ekki. Höfundur er formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun