Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 06:37 Börnin bjuggu með móður sinni í Canton í Ohio. Getty Tvö börn frá Bandaríkjunum, sem lögregluyfirvöld vestanhafs hafa leitað frá því í október síðastliðnum, fundust á Íslandi 10. janúar síðastliðinn. Börnin voru flutt hingað af móður sinni, með viðkomu á Bretlandseyjum. Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira