Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 11. janúar 2025 11:01 Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun