Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 11. janúar 2025 11:01 Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun