Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 16:23 Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum. Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum.
Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira