„Ég tek bara ekkert mark á því“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. desember 2024 16:22 Vilhjálmur Birgisson er ekki par sáttur við málflutning andstæðinga hvalveiða um að fimm ára endurnýjanlegt veiðileyfi Hvals hf. sé óeðlilegt eða andstætt lögum. Blæs á slíka gagnrýni og segir fólki til syndanna. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni. Dregur hlutleysi Henrys í efa Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Henry að hann teldi margt bogið við leyfisveitingarferlið, og að nýr ráðherra málaflokksins myni líklega leita allra leiða til að ógilda leyfið. Vilhjálmur tekur ekki undir þetta. „Grundvallaratriðið er það að það eru til lög um hvalveiðar og það er í hvívetna verið að fara eftir þeim. Þeir aðilar sem hafa verið að tjá sig núna að undanförnu, þau Henry og Katrín, þetta eru einir hörðustu andstæðingar hvalveiða á Íslandi. Það liggur fyrir að Henry er í fagráði sem skilaði áliti til fyrrverandi matvælaráðherra. Miðað við ummæli hans um veiðar og vinnslu á hvalaafurðum, þá má draga stórlega í efa það hlutleysi sem fólk í fagráði á að gæta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Katrín hafi klappað hæst þegar vertíðin fór í vaskinn Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Katrín svo ákvörðunina ekki í samræmi við stjórnskipunarvenjur, og að hún væri til marks um spillingu. Vilhjálmur segir ljóst að ákvörðunin standist lög, en að Katrín tali á öðrum nótum því hún sé einn harðasti andstæðingur hvalveiða í landinu. „Hún hefur tjáð sig grimmt um það. Hún hefur líka verið einn harðasti stuðningsmaður þess að hér sé tekin upp ný stjórnarskrá, vegna þess að sú sem er við lýði í dag sé ekki að verja okkur nógu vel. Hún var nánast með standandi lófaklapp þegar fyrrverandi matvælaráðherrar brutu gegn stjórnarskrá, að mati Umboðsmanns Alþingis, með því að fresta og banna hvalveiðar árið 2023 og 24. Mér finnst gæta mikillar hræsni í málflutningi þessa fólks.“ Útflutningstekjur og lífsviðurværi undir Vilhjálmur segist vilja halda þessum sjónarmiðum til haga, til varnar hagsmunum félagsmanna sinna. „Ég er að verja lífsafkomu 200 fjölskyldna. Ég vil líka minna á að Hvalur hf. hefur frá árinu 2010 skilað 21 milljarði núvirt í útflutningstekjur frá 2010. Hvalur greiðir 1,2 milljarða í laun til starfsmanna yfir hávertíðina. Hér er um gríðarlega hagsmuni fyrir okkur Akurnesinga að ræða, og nærsamfélögin.“ Vilhjálmur segir það mega vera lýðum ljóst að til þess að standa megi undir velferðarkerfi hér á landi þurfi verðmætasköpun að geta átt sér stað. „Tek bara ekkert mark á því“ Sjálfvirk framlengin leyfisins um eitt ár er nýmæli, og hefur aldrei fyrirfundist áður í leyfi eins og því sem Bjarni veitti Hval, líkt og Katrín nefndi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Spurður hvort ekki sé að finna málefnalegheit í gagnrýni á slíkt þvertekur Vilhjálmur fyrir það. „Ég tek bara ekkert mark á því. [Katrín] var með standandi lófaklapp þegar fólk var mætt til vinnu árið 2023 og vertíðin var blásin af með ólöglegum aðgerðum fyrrverandi matvælaráðherra. Það fannst henni bara í góðu lagi. Núna talar hún um spillingu og lélega stjórnsýslu. Það er léleg stjórnsýsla að fara ekki eftir þeim lögum sem eru í gildi. Öll fyrirtæki verða að hafa fyrirsjáanleika til þess að geta keypt aðföng, ráðið mannskap, undirbúið skipin og svo framvegis.“ „Engin atvinnustarfsemi getur þrifist á Íslandi ef hún hefur ekki fyrirsjáanleika inn í framtíðina. Það er útilokað mál,“ segir Vilhjálmur að lokum. Hvalveiðar Stjórnsýsla Akranes Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. 6. desember 2024 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dregur hlutleysi Henrys í efa Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Henry að hann teldi margt bogið við leyfisveitingarferlið, og að nýr ráðherra málaflokksins myni líklega leita allra leiða til að ógilda leyfið. Vilhjálmur tekur ekki undir þetta. „Grundvallaratriðið er það að það eru til lög um hvalveiðar og það er í hvívetna verið að fara eftir þeim. Þeir aðilar sem hafa verið að tjá sig núna að undanförnu, þau Henry og Katrín, þetta eru einir hörðustu andstæðingar hvalveiða á Íslandi. Það liggur fyrir að Henry er í fagráði sem skilaði áliti til fyrrverandi matvælaráðherra. Miðað við ummæli hans um veiðar og vinnslu á hvalaafurðum, þá má draga stórlega í efa það hlutleysi sem fólk í fagráði á að gæta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Katrín hafi klappað hæst þegar vertíðin fór í vaskinn Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Katrín svo ákvörðunina ekki í samræmi við stjórnskipunarvenjur, og að hún væri til marks um spillingu. Vilhjálmur segir ljóst að ákvörðunin standist lög, en að Katrín tali á öðrum nótum því hún sé einn harðasti andstæðingur hvalveiða í landinu. „Hún hefur tjáð sig grimmt um það. Hún hefur líka verið einn harðasti stuðningsmaður þess að hér sé tekin upp ný stjórnarskrá, vegna þess að sú sem er við lýði í dag sé ekki að verja okkur nógu vel. Hún var nánast með standandi lófaklapp þegar fyrrverandi matvælaráðherrar brutu gegn stjórnarskrá, að mati Umboðsmanns Alþingis, með því að fresta og banna hvalveiðar árið 2023 og 24. Mér finnst gæta mikillar hræsni í málflutningi þessa fólks.“ Útflutningstekjur og lífsviðurværi undir Vilhjálmur segist vilja halda þessum sjónarmiðum til haga, til varnar hagsmunum félagsmanna sinna. „Ég er að verja lífsafkomu 200 fjölskyldna. Ég vil líka minna á að Hvalur hf. hefur frá árinu 2010 skilað 21 milljarði núvirt í útflutningstekjur frá 2010. Hvalur greiðir 1,2 milljarða í laun til starfsmanna yfir hávertíðina. Hér er um gríðarlega hagsmuni fyrir okkur Akurnesinga að ræða, og nærsamfélögin.“ Vilhjálmur segir það mega vera lýðum ljóst að til þess að standa megi undir velferðarkerfi hér á landi þurfi verðmætasköpun að geta átt sér stað. „Tek bara ekkert mark á því“ Sjálfvirk framlengin leyfisins um eitt ár er nýmæli, og hefur aldrei fyrirfundist áður í leyfi eins og því sem Bjarni veitti Hval, líkt og Katrín nefndi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Spurður hvort ekki sé að finna málefnalegheit í gagnrýni á slíkt þvertekur Vilhjálmur fyrir það. „Ég tek bara ekkert mark á því. [Katrín] var með standandi lófaklapp þegar fólk var mætt til vinnu árið 2023 og vertíðin var blásin af með ólöglegum aðgerðum fyrrverandi matvælaráðherra. Það fannst henni bara í góðu lagi. Núna talar hún um spillingu og lélega stjórnsýslu. Það er léleg stjórnsýsla að fara ekki eftir þeim lögum sem eru í gildi. Öll fyrirtæki verða að hafa fyrirsjáanleika til þess að geta keypt aðföng, ráðið mannskap, undirbúið skipin og svo framvegis.“ „Engin atvinnustarfsemi getur þrifist á Íslandi ef hún hefur ekki fyrirsjáanleika inn í framtíðina. Það er útilokað mál,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Akranes Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. 6. desember 2024 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51
Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. 6. desember 2024 19:00