Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 07:51 Lyfjastofnun Danmerkur hefur ákveðið að koma þessum nýju rannsóknum til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu. Getty Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins. Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins.
Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04
Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03