Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 08:53 Líklegt er að Friedrich Merz verði næsti kanslari Þýskalands. Hann leiðir Kristilega demókrata (CDU), flokk Angelu Merkel, fyrrum kanslara. Vísir/EPA Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. „Við viljum að þessu hræðilega stríði ljúki sem fyrst og að friður komist aftur á í Evrópu,“ sagði Merz við komuna til Kænugarðs. Þjóðverjar ganga til kosninga 23. febrúar eftir að þriggja flokka samsteypustjórn Olafs Scholz sprakk með hvelli í síðasta mánuði. Útlit er fyrir að Úkraína verði eitt helsta kosningamálið. Merz hefur verið herskárri í afstöðu sinni til Rússlands en Scholz. Hann hefur til að mynda sagt að Þjóðverjar ættu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar Taurus-stýriflaugar ef Rússar halda áfram að gera árásir á borgaralega innviði landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Pútín mun aðeins ganga að samningaborðinu ef staða Úkraínu er sterk. Ef stuðningur okkar við Úkraínu dvínar dregst þetta stríð á langinn. Ef við verðum stöðug í stuðningi okkar endar þetta stríð fyrr,“ sagði Merz í morgun. Scholz hefur aftur á móti stært sig af því að vera varkár í stuðningi við Úkraínu og að þráast við að gefa vopn sem Úkraínumenn hafa sóst eftir. Hann sætti nokkurri gagnrýni fyrir að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma í síðasta mánuði. Það var fyrsta samtal leiðtoganna tveggja í tvö ár. Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
„Við viljum að þessu hræðilega stríði ljúki sem fyrst og að friður komist aftur á í Evrópu,“ sagði Merz við komuna til Kænugarðs. Þjóðverjar ganga til kosninga 23. febrúar eftir að þriggja flokka samsteypustjórn Olafs Scholz sprakk með hvelli í síðasta mánuði. Útlit er fyrir að Úkraína verði eitt helsta kosningamálið. Merz hefur verið herskárri í afstöðu sinni til Rússlands en Scholz. Hann hefur til að mynda sagt að Þjóðverjar ættu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar Taurus-stýriflaugar ef Rússar halda áfram að gera árásir á borgaralega innviði landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Pútín mun aðeins ganga að samningaborðinu ef staða Úkraínu er sterk. Ef stuðningur okkar við Úkraínu dvínar dregst þetta stríð á langinn. Ef við verðum stöðug í stuðningi okkar endar þetta stríð fyrr,“ sagði Merz í morgun. Scholz hefur aftur á móti stært sig af því að vera varkár í stuðningi við Úkraínu og að þráast við að gefa vopn sem Úkraínumenn hafa sóst eftir. Hann sætti nokkurri gagnrýni fyrir að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma í síðasta mánuði. Það var fyrsta samtal leiðtoganna tveggja í tvö ár.
Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01