Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Flestir, en þó ekki allir, stjórnmálaflokkar sem bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næst komandi hafa sett betra geðheilbrigðiskerfi á sína stefnuskrá. Það er framför frá þeim tímum þegar geðheilbrigðismál fengu ekki umræðu á meðal ráðamanna. Eftir að þing var rofið í október sendi ég í nafni Sálfræðingafélags Íslands öllum sitjandi þingflokksformönnum og fulltrúum þeirra flokka sem ekki sitja á þingi en bjóða fram á landsvísu erindi í nafni Sálfræðingafélags Íslands. Í erindi mínu óskaði ég eftir samtali um áframhaldandi uppbyggingu geðheilbrigðiskerfis fyrir börn og fullorðna og um menntun og kjör sálfræðinga. Það er skortur á sálfræðingum Fyrir óinnvígða kann umræða um heilbrigðismál að líta út eins og keppni á milli heilbrigðisstétta um takmarkaðar bjargir og fjármagn. Hvað sem þeirri ásýnd líður er það svo að í þjónustukönnunum í geðheilbrigðiskerfinu kalla notendur fyrst og fremst eftir meiri og betri sálfræðiþjónustu. Séu biðlistar í geðheilbrigðiskerfi og heilsugæslu rýndir koma í ljós niðurstöður sem styðja þetta ákall notenda vegna þess að á nær öllum póstum er beðið eftir þjónustu sálfræðinga. Í heilsugæslunni veikir sálfræðingaskortur þjónustuna þar sem sálfræðingar geta ekki boðið þá þjónustu sem þeir vildu og þörf er á og biðlistar eru langir. Í geðheilsuteymum eru biðlistar inn í þjónustu og þegar þjónustuþegar eru komnir í þjónustu teyma tekur við annar biðlisti eftir þjónustu sálfræðings teymisins. Sama máli gegnir í starfsendurhæfingu þar sem bið eftir þjónustu sálfræðinga getur tafið framgang endurhæfingar. Þessir innri biðlistar eru hvergi taldir í opinberum gögnum. Margra ára biðlistar barna og fullorðinna eftir taugasálfræðilegum greiningum á einkennum ADHD og einhverfu eru svo skammarblettur á okkar samfélagi sem verður að afmá strax. Eins og dæmið hér að framan sýnir er það ekki fullnægjandi að yfirvöld segi að stöðum sálfræðinga hafi verið fjölgað og allar stöður setnar. Þegar stöðugildin eru svo fá að engin leið er að verða við þjónustubeiðnum innan eðlilegs biðtíma veldur það viðvarandi álagi á þjónustu með tilheyrandi starfsmannaveltu og afleiddum vanda. Aðalatriðið er þó að þjónustan berst ekki þeim sem þurfa hana. Þetta þarf að laga. Menntun sálfræðinga Háskólanám til starfsréttinda í sálfræði á Íslandi er fimm ár. Þriggja ára grunnnám og tveggja ára nám á meistarastigi. Frá árinu 2013 hefur í reglugerð um starfsleyfi sálfræðinga verið ákvæði um starfsþjálfunarár (kandídatsár) að loknu meistaraprófi. Á Norðurlöndum, okkar dæmigerðu samanburðarlöndum, eru alls staðar í gildi ákvæði um starfsþjálfunarár að loknu MS námi í sálfræði. Alls staðar er litið á starfsþjálfunarárið sem lykilhlekk í þjálfun sálfræðinga og í raun og veru má segja að starfsþjálfunarár og sú mikilvæga þjálfun sem þar fæst sé hornsteinn að gæðum þjónustunnar.Stjórnvöld hafa þegar sýnt það að þau eru meðvituð um mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur námsstöðum lækna og hjúkrunarfræðinga verið fjölgað og starfsþjálfunarár lækna gekk í gegnum gagngerar umbætur fyrir fáeinum árum. Í þessu ljósi er í raun og veru óskiljanlegt að heilbrigðisráðuneytið skelli á hverju ári skollaeyrum við ákalli um að starfsþjálfunarár sálfræðinga komist til framkvæmda. Það er algert lykilatriði í framþróun geðheilbrigðisþjónustu að nýútskrifaðir sálfræðingar njóti starfsþjálfunarárs en því sé ekki frestað á hverju ári. Árlegar frestanir á gildistöku starfsþjálfunarárs sálfræðinga verða að taka enda! Kjör sálfræðinga Byrjunarlaun sálfræðinga á Landspítala eru í dag 609.806 krónur. Eftir fimm ára starf á spítalanum með mikilli ábyrgð á okkar veikasta sjúklingahópi hafa launin ekki náð 700.000 krónum. Til samanburðar má minna á að meðallaun allra fullvinnandi Íslendinga voru í maí s.l. 821.000 samkvæmt haustskýrslu Kjaratölfræðinefndar. Kaupmáttur sálfræðinga hjá hinu opinbera hefur staðið í stað eða versnað frá aldamótum á sama tíma og kaupmáttur í samfélaginu öllu hefur aukist. Kjarasamningar sálfræðinga við ríkið eru nú lausir og á borðinu er samningstilboð ríkisins sem er svo lágt að ef sálfræðingar ganga að því mun það valda hreinni kaupmáttarrýrnun. Sálfræðingar eru líkt og annað heilbrigðisstarfsfólk orðnir langþreyttir á því að vera eitt helsta sveiflujöfnunartæki stjórnvalda. Þegar vel árar í þjóðarbúskapnum er ekki hægt að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks vegna þess að það veldur þenslu og þegar illa árar er að sjálfsögðu ekkert til skiptanna heldur. Þessi stefna sem varað hefur alla öldina skilar því að kaupmáttur sálfræðinga hjá ríkinu er sá sami eða lakari og hann var um síðustu aldamót á meðan aðrir þjóðfélagshópar hafa notið allt að 44% kaupmáttaraukningar. Í þessari jöfnu er skekkja sem verður að bregðast við strax. Þau svöruðu kallinu Af 10 stjórnmálaflokkum sem fengu ósk um fund með sálfræðingum svöruðu fjórir kallinu, Píratar, Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur. Á fundum forystu Sálfræðingafélags Íslands með þeim flokkum sem brugðust við beiðni okkar um fund ræddum við menntunar- og kjaramál sálfræðinga. Þar eru starfsþjálfunarár og hækkun grunnlauna helstu áherslumál Sálfræðingafélagsins. Við ræddum líka um frekari uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu og þá staðreynd að ýmsir hópar sem enn eru jaðarsettir í samfélagi okkar búa við verra aðgengi að sálfræðiþjónustu en þau sem meira mega sín. Lágu launin og viðSálfræðingafélag Íslands og sálfræðingar allir verða hér eftir sem hingað til framarlega í hópi þeirra sem berjast fyrir úrbótum í geðheilbrigðismálum. Sálfræðingar eru jafnframt í lykilhlutverki í þjónustu við okkar veikustu skjólstæðinga. Láglaunastefna ríkisins gagnvart sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu veldur því hins vegar að sálfræðingar hugsa sér til hreyfings. Starfsmannavelta sálfræðinga á Landspítala hefur vaxið hratt undanfarin ár og er nú yfir 20% . Sálfræðingar eru teknir að yfirgefa fagið fyrir betur borguð störf og minna álag. Eigi sálfræðingar að geta haldið baráttu sinni fyrir betri geðhag landsmanna áfram verða þeir að geta lifað af laununum sínum. Sálfræðingar kjósa með veskinu n.k. laugardag, þeir hafa ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Pétur Maack Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir, en þó ekki allir, stjórnmálaflokkar sem bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næst komandi hafa sett betra geðheilbrigðiskerfi á sína stefnuskrá. Það er framför frá þeim tímum þegar geðheilbrigðismál fengu ekki umræðu á meðal ráðamanna. Eftir að þing var rofið í október sendi ég í nafni Sálfræðingafélags Íslands öllum sitjandi þingflokksformönnum og fulltrúum þeirra flokka sem ekki sitja á þingi en bjóða fram á landsvísu erindi í nafni Sálfræðingafélags Íslands. Í erindi mínu óskaði ég eftir samtali um áframhaldandi uppbyggingu geðheilbrigðiskerfis fyrir börn og fullorðna og um menntun og kjör sálfræðinga. Það er skortur á sálfræðingum Fyrir óinnvígða kann umræða um heilbrigðismál að líta út eins og keppni á milli heilbrigðisstétta um takmarkaðar bjargir og fjármagn. Hvað sem þeirri ásýnd líður er það svo að í þjónustukönnunum í geðheilbrigðiskerfinu kalla notendur fyrst og fremst eftir meiri og betri sálfræðiþjónustu. Séu biðlistar í geðheilbrigðiskerfi og heilsugæslu rýndir koma í ljós niðurstöður sem styðja þetta ákall notenda vegna þess að á nær öllum póstum er beðið eftir þjónustu sálfræðinga. Í heilsugæslunni veikir sálfræðingaskortur þjónustuna þar sem sálfræðingar geta ekki boðið þá þjónustu sem þeir vildu og þörf er á og biðlistar eru langir. Í geðheilsuteymum eru biðlistar inn í þjónustu og þegar þjónustuþegar eru komnir í þjónustu teyma tekur við annar biðlisti eftir þjónustu sálfræðings teymisins. Sama máli gegnir í starfsendurhæfingu þar sem bið eftir þjónustu sálfræðinga getur tafið framgang endurhæfingar. Þessir innri biðlistar eru hvergi taldir í opinberum gögnum. Margra ára biðlistar barna og fullorðinna eftir taugasálfræðilegum greiningum á einkennum ADHD og einhverfu eru svo skammarblettur á okkar samfélagi sem verður að afmá strax. Eins og dæmið hér að framan sýnir er það ekki fullnægjandi að yfirvöld segi að stöðum sálfræðinga hafi verið fjölgað og allar stöður setnar. Þegar stöðugildin eru svo fá að engin leið er að verða við þjónustubeiðnum innan eðlilegs biðtíma veldur það viðvarandi álagi á þjónustu með tilheyrandi starfsmannaveltu og afleiddum vanda. Aðalatriðið er þó að þjónustan berst ekki þeim sem þurfa hana. Þetta þarf að laga. Menntun sálfræðinga Háskólanám til starfsréttinda í sálfræði á Íslandi er fimm ár. Þriggja ára grunnnám og tveggja ára nám á meistarastigi. Frá árinu 2013 hefur í reglugerð um starfsleyfi sálfræðinga verið ákvæði um starfsþjálfunarár (kandídatsár) að loknu meistaraprófi. Á Norðurlöndum, okkar dæmigerðu samanburðarlöndum, eru alls staðar í gildi ákvæði um starfsþjálfunarár að loknu MS námi í sálfræði. Alls staðar er litið á starfsþjálfunarárið sem lykilhlekk í þjálfun sálfræðinga og í raun og veru má segja að starfsþjálfunarár og sú mikilvæga þjálfun sem þar fæst sé hornsteinn að gæðum þjónustunnar.Stjórnvöld hafa þegar sýnt það að þau eru meðvituð um mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur námsstöðum lækna og hjúkrunarfræðinga verið fjölgað og starfsþjálfunarár lækna gekk í gegnum gagngerar umbætur fyrir fáeinum árum. Í þessu ljósi er í raun og veru óskiljanlegt að heilbrigðisráðuneytið skelli á hverju ári skollaeyrum við ákalli um að starfsþjálfunarár sálfræðinga komist til framkvæmda. Það er algert lykilatriði í framþróun geðheilbrigðisþjónustu að nýútskrifaðir sálfræðingar njóti starfsþjálfunarárs en því sé ekki frestað á hverju ári. Árlegar frestanir á gildistöku starfsþjálfunarárs sálfræðinga verða að taka enda! Kjör sálfræðinga Byrjunarlaun sálfræðinga á Landspítala eru í dag 609.806 krónur. Eftir fimm ára starf á spítalanum með mikilli ábyrgð á okkar veikasta sjúklingahópi hafa launin ekki náð 700.000 krónum. Til samanburðar má minna á að meðallaun allra fullvinnandi Íslendinga voru í maí s.l. 821.000 samkvæmt haustskýrslu Kjaratölfræðinefndar. Kaupmáttur sálfræðinga hjá hinu opinbera hefur staðið í stað eða versnað frá aldamótum á sama tíma og kaupmáttur í samfélaginu öllu hefur aukist. Kjarasamningar sálfræðinga við ríkið eru nú lausir og á borðinu er samningstilboð ríkisins sem er svo lágt að ef sálfræðingar ganga að því mun það valda hreinni kaupmáttarrýrnun. Sálfræðingar eru líkt og annað heilbrigðisstarfsfólk orðnir langþreyttir á því að vera eitt helsta sveiflujöfnunartæki stjórnvalda. Þegar vel árar í þjóðarbúskapnum er ekki hægt að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks vegna þess að það veldur þenslu og þegar illa árar er að sjálfsögðu ekkert til skiptanna heldur. Þessi stefna sem varað hefur alla öldina skilar því að kaupmáttur sálfræðinga hjá ríkinu er sá sami eða lakari og hann var um síðustu aldamót á meðan aðrir þjóðfélagshópar hafa notið allt að 44% kaupmáttaraukningar. Í þessari jöfnu er skekkja sem verður að bregðast við strax. Þau svöruðu kallinu Af 10 stjórnmálaflokkum sem fengu ósk um fund með sálfræðingum svöruðu fjórir kallinu, Píratar, Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur. Á fundum forystu Sálfræðingafélags Íslands með þeim flokkum sem brugðust við beiðni okkar um fund ræddum við menntunar- og kjaramál sálfræðinga. Þar eru starfsþjálfunarár og hækkun grunnlauna helstu áherslumál Sálfræðingafélagsins. Við ræddum líka um frekari uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu og þá staðreynd að ýmsir hópar sem enn eru jaðarsettir í samfélagi okkar búa við verra aðgengi að sálfræðiþjónustu en þau sem meira mega sín. Lágu launin og viðSálfræðingafélag Íslands og sálfræðingar allir verða hér eftir sem hingað til framarlega í hópi þeirra sem berjast fyrir úrbótum í geðheilbrigðismálum. Sálfræðingar eru jafnframt í lykilhlutverki í þjónustu við okkar veikustu skjólstæðinga. Láglaunastefna ríkisins gagnvart sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu veldur því hins vegar að sálfræðingar hugsa sér til hreyfings. Starfsmannavelta sálfræðinga á Landspítala hefur vaxið hratt undanfarin ár og er nú yfir 20% . Sálfræðingar eru teknir að yfirgefa fagið fyrir betur borguð störf og minna álag. Eigi sálfræðingar að geta haldið baráttu sinni fyrir betri geðhag landsmanna áfram verða þeir að geta lifað af laununum sínum. Sálfræðingar kjósa með veskinu n.k. laugardag, þeir hafa ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar