Brenna líkin á nóttunni Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 10:44 Starfsemi bástofunnar í Öskjuhlíð hefur mikið verið til umræðu síðustu dagana. Aðsend Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“ Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“
Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01
Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55