Brenna líkin á nóttunni Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 10:44 Starfsemi bástofunnar í Öskjuhlíð hefur mikið verið til umræðu síðustu dagana. Aðsend Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“ Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“
Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01
Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55